Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 72
70
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
íslenzkrar málfrœði og málmyndalýsinga, útleggíngar og skýríngar yfir ýms
kvæði í Eddu, nýar skýringar við Hugsvinnsmál, allmikið og vandað máls-
háttasafn o. fl.“ (Sama rit, 40).
Þrátt fyrir að Hallgrími auðnaðist ekki að ljúka verki sínu varð vinnan við
orðasöfnunina dýrmæt þjálfun fyrir Konráð Gíslason sem var hægri hönd
Hallgríms við orðabókarstörf hans meðan Konráð var í Bessastaðaskóla,
og eftir að hann hóf háskólanám í Höfn vann hann enn að orðtöku fyrir
Hallgrím. Konráð dáði Hallgrím manna mest og ljóst er að hann hefir verið
Konráði fyrirmynd í meðferð íslenskrar tungu. Málhreinsunarstarf Hallgríms
var því unnið í kennslustofum Bessastaðaskóla þar sem hann las nemendum
fyrir þýðingar á latneskum textum og daglegri umgengni við nemendur. Af
þeim ástæðum er erfiðara að festa hendur á hvemig áhrif hans skutu rótum
með þjóðinni.
Öðru máli gegndi um Sveinbjörn Egilsson. Utgáfur hans og þýðingar í
bundnu og óbundnu máli á öndvegisritum Grikkja og Rómverja urðu þjóð-
areign og orðabók hans yfir skáldamálið foma auðveldaði síðari kynslóðum
réttari skilning á fornum skáldskap. Latneskar þýðingar hans á íslenskum
fomritum bárust vítt um heimsbyggðina og trúlega hefir enginn Islendingur
unnið þvílíkt kynningarstarf á íslenskri bókmenningu og Sveinbjöm með
þessum þýðingum sem hvarvetna hafa hlotið hið mesta lof. Sveinbjöm hafði
sama hátt á og Hallgrímur að lesa þýðingar grískra texta fyrir nemendur í
kennslustundum. Stíll hans bar sama yfirbragð og íslensk fomrit. Orðfærið
var bæði tært og litskrúðugt, en með meira íburði en fornmálið. Benedikt
Gröndal, sonur Sveinbjamar, leggur föður sinn og Hallgrím nokkuð að jöfnu
og kallar þá lærðustu og smekkvísustu menn á íslenska tungu á sínum tíma,
en eftir því sem lengra leið frá hefir Hallgrímur fallið í skugga Sveinbjarnar
{Dægradvöl (1965), 82).
IX
Franskur rithöfundur, Xavier Marmier að nafni, var í leiðangri Pauls Gaim-
ards 1835-36. Hann kom að Bessastöðum og hitti þá Sveinbjöm og Hallgrím
Scheving að máli. Hann skrifaði grein um ísland þar sem hann vék að starf-
semi þeirra við orðabókargerð og önnur fræðastörf. Þar má lesa bæði undrun
og aðdáun á þeirri menningarstarfsemi sem hann hitti þama fyrir og einstök
er lýsing hans á Hallgrími Scheving, safni hans og þeim aðstæðum sem hann
bjó við.
Ekki má gleyma Bimi Gunnlaugssyni og ritum hans þegar fjallað er um
hreinsun og fágum íslenskunnar í Bessastaðaskóla. Bjöm var íslenskukenn-
ari skólans, en kennslustundimar voru fáar og virðast ekki hafa skipt sköpum
fyrir þróun málsins. Hinu skyldum við ekki gleyma að það kom í hans hlut