Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 74
72
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
verið iðkuð meðal skólasveina, t.a.m. í Skálholti og á Bessastöðum brugðu
skólasveinar fyrir sig að leika og semja leikþætti og Gísli Thorarensen og
Magnús Grímsson skrifuðu leikrit á dönsku og íslensku. Einn skólasveina
- Pétur Guðjónsson - braut blað í íslenskri tónlistarsögu þegar hann varð
organleikari við dómkirkjuna í Reykjavík árið 1840. Það var tímamótaár í
íslenskri kirkjutónlist og tónlistariðkun á Islandi.
Bessastaðastúdentar lögðu sig sumir hverjir eftir náttúruvísindum og eitt
merkisrita frá þeirra hendi er Almenna landaskipunarfræðin sem kennd er
við Gunnlaug Oddsen dómkirkjuprest. Auk hans lögðu þeir Grímur Jóns-
son amtmaður og Þórður Sveinbjömsson þar hönd að verki. Ritið kom út á
vegum Bókmenntafélagsins á árunum 1821-1827. Einnig fóru gamlir Bessa-
staðastúdentar rannsóknarferðir til Islands, t.a.m. Ögmundur Sigurðsson sem
kannaði mókolalög í Skagafirði. Frægari miklu eru rannsóknir Jónasar Hall-
grímssonar sem áttu að vera undanfari íslandslýsingar þeirrar sem hann dó
frá, og Benedikt Gröndal fékkst við náttúrufræði alla ævi.
Þorleifur Guðmundsson Repp lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hann
var frábær tungumálagarpur, skrifaði lærða grein um lögfræði - Trial by Jury
- o. fl. lögfræðilegs efnis. Þá starfaði hann að gerð enskrar orðabókar. Hann
fékkst við jafn ólík viðfangsefni og málvísindi og eðlisfræði þar sem hann
háði hildi við ekki ómerkari mann en H. C. 0rsted. Þá lét hann stjómmál til
sín taka, þýddi íslensk fomrit yfir á latínu og er þó fátt eitt talið.
X
Kynslóð Bessastaðastúdenta skipaði sér í fylkingarbrjóst í sjálfstæðisbarátt-
unni. Að vísu voru hvorki Baldvin Einarsson né Jón Sigurðsson brautskráður
frá Bessastöðum, en Jónas Hallgrímsson, Brynjólfur Pétursson og Konráð
Gíslason vom allir Bessastaðastúdentar. og einnig prestamir Tómas Sæmunds-
son og Hannes Stephensen, Jón Guðmundsson ritstjóri, Gísli Hjálmarsson
læknir, Gísli Brynjúlfsson yngri og aðrir þeir, sem stóðu að útgáfu Fjölnis,
Nýrra félagsrita og Norðurfara og lögðu þar sitt lóð á metaskálamar.
Hér má bæta því við að hin íslenska embættismannastétt var að verulegum
hluta skipuð fyrrverandi skólasveinum Bessastaðaskóla frá því um miðbik
aldarinnar og fram undir aldarlok. Brynjólfur Pétursson og Oddgeir Steph-
ensen voru í áhrifastöðum í danska stjómkerfinu. Konráð Gíslason og Vil-
hjálmur Finsen nutu mikils álits sem vísindamenn hvor á sínu sviði. Annar
sem prófessor við Hafnarháskóla og hinn sem prófessor og dómari við Hæsta-
rétt Danmerkur, svo að eitthvað sé nefnt.
Nýmæli erlendis frá skutu oftar en ekki upp kolli í Bessastaðaskóla.
Þannig var um söfnun íslenskra þjóðfræða sem rekja mátti til Grimmsbræðra
í Þýskalandi sem hófu útgáfu slíkra bókmennta á öðrum tug 19. aldar. Árið