Andvari - 01.01.2005, Page 75
andvari
BESSASTAÐASKÓLI
73
1845 er talið upphafsár þjóðfræðasöfnunar á íslandi og þar voru tveir Bessa-
staðamenn að verki: þeir Magnús Grímsson sem þá var enn í skólanum og
Jón Árnason, þá heimiliskennari hjá Sveinbimi Egilssyni á Eyvindarstöðum.
Þeir ákváðu „að safna öllum þeim alþýðlegum fomfræðum" sem þeir gætu
komist yfir, og létu ekki sitja við orðin tóm, því að árið 1852 litu íslenzk
cefintýrí dagsins ljós, en það var hluti af afrakstri söfnunar undanfarinna ára.
Skólasveinar Bessastaðaskóla hafa vafalítið lagt þeim til drjúgan skerf af efni-
viðnum í safn þeirra bæði þá og síðar.
Rómantíska stefnan réð ríkjum í hugarheimi Bessastaðasveina og þarf ekki
annað en lesa bréf Gísla Brynjúlfssonar til Gríms Thomsens þegar sá fyrr-
nefndi var í Bessastaðaskóla til að ganga úr skugga um það. Benedikt Grön-
dal skipaði sér ekki síður undir merki hennar. Hann var í hópi síðustu Bessa-
staðastúdenta vorið 1846 og þeirra neðstur. Hann lýsir viðskilnaði sínum við
skólann með þessum orðum: „Lesturinn minn á skólalærdóminum varð allur
í molum eins og vant var, og þegar voraði, þá lá ég heila daga í fögru veðri
úti í Bessastaðanesi uppi á skothússhólnum með byssuna mína og Hómer; ég
horfði yfir landið og sjóinn; náttúran var svo mikil og fögur, að ég eins og ætl-
aði að gleypa hana alla; ég var fullur af löngun og ást: löngun eftir einhverju,
sem ég ekkert vissi um, og ást á einhverju ósegjanlegu og ómælilegu; ég las
Hómer og dreymdi vakandi drauma“. (Dœgradvöl (1965), 100).
Af þessu stutta yfirliti má ljóst vera að Bessastaðaskóli og það veganesti
sem skólasveinar þaðan fóru með út í lífið réð miklu um þá þjóðfélags-
þróun sem átti sér stað á íslandi meiri hluta 19. aldar bæði í stjórnmálum og
íslenskri þjóðmenningu.