Andvari - 01.01.2005, Page 77
guðrún lára pétursdóttir og maría gestsdóttir
Skáld verður til
Um bókina Halldór Laxness - œvisaga
eftir Halldór Guðmundsson
i
Líf okkar er stöðugt samtvinnað við frásagnir, við sögur sem við segjum og heyrum,
sem okkur dreymir, sem við ímyndum okkur eða myndum vilja segja. Allar endurspegl-
ast þær í lífssögu okkar, sem við segjum okkur sjálfum í sundurlausri, stundum hálf-
ósjálfráðri, en nánast samfelldri einræðu.1
Peter Brooks
Frásögnin hefur verið hluti af hugsunarhætti mannsins frá örófi alda. Við
erum einatt að segja sögur, sögur af okkur sjálfum, sögur af samferða-
ftiönnum, sannar sögur og skáldaðar. Sumar þessara frásagna rata á bók og
á ári hverju koma út fjölmargar frásagnir af lífi raunverulegra einstaklinga,
ícvisögur. Meðal þeirra sem hvað mesta athygli hafa vakið á undanförnum
árum er Halldór Laxness — œvisaga eftir Halldór Guðmundsson sem kom
út á síðasta ári. Sagan af skáldinu fékk mikið lof og hlaut m.a. Hin íslensku
bókmenntaverðlaun. Halldór rekur þar ævi nafna síns og skiptir bókinni í
sex kafla, sem hver um sig fjallar um ákveðið árabil í ævi skáldsins.
í bókinni um Halldór Laxness vitnar Halldór Guðmundsson í orð sviss-
neska rithöfundarins Max Frisch þegar hann segir að „fyrr eða síðar búi
sérhver maður til sögu sem hann heldur vera líf sitt“.2 Franski heimspeking-
urinn Paul Ricoeur tekur í sama streng, en hann hefur fjallað ítarlega um
^vihlaupið sem skáldverk. Samkvæmt honum er ævi manna byggð eins og
skáldsaga, með upphaf, miðju og endi. Menn skapa sér æviáætlun og haga
lífi sínu eftir henni.3 Færa má þessar hugmyndir upp á líf Halldórs Laxness,
en hann virðist ungur hafa verið staðráðinn í að gerast rithöfundur og vann
ötullega að því markmiði sínu. Strax sem bam skrifaði hann fjöldann allan af
sögum og ljóðum og birti jafnvel efni í blöðum og tímaritum. 24 ára gamall
skrifaði hann greinar um ritdóma og raflýsingu sveitanna í Alþýðublaðið og
segir Halldór Guðmundsson að í þeim leggi „hann niður fyrir sér ævimark-
ntið sín: að verða alvöruskáldsagnahöfundur á heimsmælikvarða og að stuðla