Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 78
76
GUÐRÚN LÁRA PÉTURSDÓTTIR OG MARÍA GESTSDÓTTIR
ANDVARI
að bættum kjörum fólks svo það fái notið verka hans og annarra listamanna
þegar striti dagsins er lokið“ (205).
Það var ekki aðeins með skrifum sem Halldór Laxness vann að þessu mark-
miði sínu. Hann var mjög meðvitaður um ímynd sína út á við allt frá unga
aldri og í ævisögunni eru nefnd nokkur dæmi um það. Þar segir meðal annars
frá frétt í Morgunblaðinu, sem birtist árið 1926, um að skáldið væri komið til
landsins eftir dvöl erlendis og að Reykvíkingar hafi séð hann á rölti um bæinn
með áberandi gleraugu og barðastóran hatt. Halldór Guðmundsson bætir því
við að það tilheyri „því sem nú yrði kallað ímynd að sjást og vekja athygli í
sínum litla heimabæ, og láta þó eins og ekkert [sé]. Listamaður í markaðssamfé-
lagi er ekki bara skapandi hugsuður, hann er líka sinn eigin auglýsingameistari,
ásýndin skiptir miklu og Halldór vissi það vel“ (192). Með því að vera áber-
andi í bæjarlífinu, sýna sig og sjá aðra, vakti hann athygli á ritstörfum sínum.
Honum var einnig ljóst að til að ná frama þyrfti hann að helga sig ritstörfum
alfarið. Halldór Guðmundsson telur það eitt merki um atvinnumennsku skálds-
ins hversu meðvitaður hann var um markaðs- og kynningarmál (401). Hann
kom sér í sambönd við útgefendur erlendis og var duglegur að minna á sig. I
ævisögunni eru fleiri dæmi nefnd og segir meðal annars:
í minniskompu frá 1933 má sjá nokkra punkta sem Halldór hefur skrifað hjá sér á
dönsku líktog svör við spumingum í viðtali. Af punktunum er ljóst að þama er Halldór
byrjaður að æfa sig í því sem varð sérgrein hans í viðtölum, að svara svolítið út úr og
helst ólíkindalega en þó þannig að munað verði eftir. Hann vill vekja athygli á sér með
sterku orðalagi en ekki hleypa viðmælandanum of nálægt sér. I þeim anda skrifar hann
á dönsku: „Ég les yfirhöfuð ekki bækur“ og: „ég hef lært að skrifa af fullu fólki, geðsjúk-
lingum og landshomaflökkurum" (342-343).
Með sanni má segja að honum hafi tekist það ætlunarverk sitt að vera
eftirminnilegur og eru mörg tilsvör hans þekkt á meðal þjóðarinnar. Af
ofangreindu má sjá að Halldór Laxness byrjaði snemma að móta opinbera
persónu sína eftir hugmyndum sínum um hvemig rithöfundar ættu að vera.
Æviáætlunin er til staðar og hann er farinn að lifa eftir henni. Samkvæmt
kenningum Paul Ricoeur eiga sér öðru hvoru stað atburðir, nokkurs konar
„slys“, sem eru ekki í samræmi við æviáætlunina og brjóta upp heildarmynd
ævinnar, sem hver manneskja ætlar sér að skapa.4 Halldór Laxness skrifaði
fjórar minningabækur á áttunda áratugnum, / túninu heima, Úngur eg var,
Sjömeistarasöguna og Grikklandsárið. Bækumar fjalla um æskuár hans og
fyrstu spor á rithöfundarferlinum. Þessi bókaflokkur er í raun eina sjálfsævi-
saga Laxness og segja má að með honum hafi hann gert sitt til að leiðrétta
þau „slys“ sem urðu á hans yngri árum. Með þessu er ekki átt við að hann
hafi verið að breiða yfir misgjörðir og fornar syndir, heldur skapa fagurfræði-
lega heild úr lífi sínu.