Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 86
84
GUÐRÚN LÁRA PÉTURSDÓTTIR OG MARÍA GESTSDÓTTIR
ANDVARI
gegnum tilraunir hans til að höndla þá fegurð í skáldskap sínum og upplifir
loks hvemig hann sameinast henni í dauðanum. Síðasta setning Halldórs
Guðmundssonar „Og fegurðin ríkti ein“ er að sjálfsögðu vísun í hin þekktu
lokaorð Heimsljóss „Og fegurðin mun ríkja ein“. A fyrstu síðum bókarinnar
var saga Olafs Kárasonar látin varpa ljósi á upphaf Halldórs Laxness sem
rithöfundar. Hér sameinast þessi tvö skáld á ný. Og líkt og sögu Ólafs lýkur
með endurliti til fjörunnar í Ljósuvík þar sem aldan sogaðist að og frá, lýkur
sögu Laxness þar sem hún byrjaði, hjá Ólafi Kárasyni, skáldinu sem hann
skapaði að einhverju leyti í eigin mynd (9).
„Best heppnuðu ævisögumar notfæra sér staðreyndir sem hluta af fagur-
fræðilegri en jafnframt rökréttri eða lýsandi heild“9 segir Nadel í bók sinni.
Frásagnarflétta Halldórs Laxness - ævisögu uppfyllir þessi skilyrði að öllu
leyti. Þær staðreyndir sem höfundur hennar hefur valið úr ævi Laxness
mynda sannfærandi heildarmynd af skáldi. í túlkun hans lýsa þær því hvemig
rithöfundur verður til og hvert markmið hans er, stýra því hvemig frásögnin
rís og hnígur. Saga Halldórs Guðmundssonar er ein saga af mörgum sem
hægt er að segja af Halldóri Laxness.
TILVÍSANIR
1 Brooks, Peter. 2002. Reading for the Plot. Design and Intention in Narrative. Harvard
University Press, Cambridge, bls. 3.
„Our lives are ceaselessly intertwined with narrative, with the stories that we tell and hear told, those we
dream or imagine or would like to tell, all of which are reworked in that story of our own lives that we narrate
to ourselves in an episodic, sometimes semiconcious, but virtually uninterrupted monologue."
2 Halldór Guðmundsson. 2004. Halldór Laxness - œvisaga. JPV útgáfa, Reykjavík. Bls. 74.
Hér eftir verður aðeins vísað til bókarinnar með blaðsíðutali innan sviga í meginmáli.
3Ricoeur, Paul. 1994. Oneselfas Another. Þýð. Kathleen Blamey. The University of Chicago
Press, Chicago, bls. 157-158.
4Ricoeur, Oneself as Another, bls. 147.
5Nadel, Ira Bruce. 1984. Biography: Fiction, Fact and Form. St. Martin’s Press, New York,
bls. 9
6Nadel, Biography: Fiction, Fact and Form, bls. 10.
7 Aristóteles. 1976. Um skáldskaparlistina. Þýð. Kristján Amason. Hið íslenzka bókmennta-
félag, Reykjavík, bls. 57.
8Nadel, Biography: Fiction, Fact andForm, bls. 154.
„A biographer, bounded by fact, still invents his form and, through language, directs his reader’s impressions,
images and interpretation of the subject. [...] No biographer merely records a life; every biographer, no matter
how objective he declares himself, interprets a life.“
9Nadel, Biography: Fiction, Fact and Form, bls. 9.
„The most successful biographies employ facts as parts of an aesthetic as well as logical or expository
whole.“