Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 90

Andvari - 01.01.2005, Page 90
88 JÓN YNGVI JÓHANNSSON ANDVARI æsku, brothætta hugmynd sem ekki mátti hrófla við. ímynd Jóhanns sem hins hamingjusama bóhems og lífsnautnamanns er býsna lífseig og virtist gagnrýnin umfjöllun Jóns Viðars a.m.k. fara í taugamar á einum gagnrýnanda þegar bókin kom út.5 Jón Viðar tekur þessar sögur fyrir, og ber þær saman við aðrar heimildir um líf Jóhanns. Auk ritgerðar Gunnars Gunnarssonar um Jóhann er það einkum mannlýsing Sigurðar Nordals sem Jón Viðar gagnrýnir. Eins og Jón Viðar sýnir á sannfærandi hátt gefur Sigurður lesendum sínum fegraða glans- mynd af Jóhanni og þegir um ýmislegt í lífi hans. Allir þeir sem fjallað er um í þessum hluta eiga það raunar sameiginlegt að þegja yfir tilvist Grímu, dóttur Jóhanns. Barneignin virðist hafa verið mikið leyndarmál þeirra sem fjallað hafa um líf hans þótt hann hafi sjálfur reynst Grímu vel meðan hann lifði og aldrei dregið dul á tilvist hennar. En föðurhlutverkið passar eðlilega illa inn í goðsögnina um hinn frjálsa bóhem. I framsetningu Sigurðar Nordals verður líf Jóhanns að samfelldum gleði- leik og nautn, rannsókn Jóns Viðars sýnir hins vegar fram á að það var umfram allt harmleikur manns sem var líklega lengst af sinni stuttu ævi illa haldinn af alkóhólisma og varð þar af leiðandi minna úr hæfileikum sínum en annars hefði orðið. Glíma Jóns Viðars við þá sem smíðað hafa goðsögnina um Jóhann Sigur- jónsson ber nokkum svip af nýtískulegum aðferðum í bókmenntasögu, þar er ekki bara fengist við samtíma skáldsins sjálfs, heldur einnig viðtökur þess, þá mynd sem mótuð hefur verið allt fram á þennan dag, og þar með er við- urkennt að skáld eru ekki, frekar en skáldverk, orðin til í eitt skipti fyrir öll þegar ævi þeirra lýkur. Aðrir hlutar ævisögunnar eru á hinn bóginn í anda miklu hefðbundnari við- horfa hinnar sálfræðilegu ævisögu annars vegar og hefðbundinnar hugmynda- sögu hins vegar. Umfjöllun um aðra texta og tengsl þeirra við verk Jóhanns einskorðast nær eingöngu við umfjöllun um verk sem Jóhann sannanlega las eða höfunda sem hann þekkti. Lítið sem ekkert er fjallað almennt um danska menningar- og bókmenntasögu á tímabilinu, né umfjöllun danskra fræðimanna, annarra en Helge Toldberg, um verk Jóhanns. Þessi skrif eru að vísu ekki mikil að vöxtum en af þeim má þó ráða hvaða sess Jóhann skipaði í dönsku bókmenntalífi um stutt skeið. I bókmenntasögu sinni sem kom fyrst út árið 1950 og seinna í endurskoðaðri gerð árið 1953 segir Sven Mpller Kristensen svo dæmi sé tekið: „Af dramatikeme hæver kun eet navn sig frem, islændingen Johann Sigurjonsson (1880-1919), der blev intemation- alt kendt for sine historiske skuespil fra Island, især „Bjærg Ejvind og hans hustru“ (1911) og „0nsket“ (1915), skrevet i den store stil, om konflikter mellem stejle viljer og stærke lidenskaber.“ Að öðru leyti fær dönsk leikrita- gerð tímabilsins falleinkunn hjá Kristensen.6 Það hefði verið fróðlegt að fá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.