Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2005, Side 105

Andvari - 01.01.2005, Side 105
ANDVARI RITHÖFUNDAR í ÚTLÖNDUM 103 V Af þeim vísunum til Joyce og ummælum um hann sem finna má á íslensku, virðist mega ætla að hann hafi löngum verið í senn stór höfundur og þó fjar- lægur á Islandi. Vísað er til hans sem fyrirbæris, eða dæmis um ákveðnar erlendar hræringar, og ekki endilega af þeim sem virðast hafa lesið hann. Hins vegar hljóta ýmsir að hafa kynnt sér verk þessa höfundar, enda vitað að hann var talinn marka tímamót í sagnagerð. Vitund þeirra sem lásu hann hefur væntanlega seytlað inn í bókmenntalífið á þögulan en þó ekki veigalít- inn hátt. „Þögull“ vísar hér einkum til ritmáls en talsvert umtal getur átt sér stað án þess að það rati á prent.13 Á hinn bóginn er til form „umtals“ sem kann að rata á prent án þess að það byggist á raunverulegum kynnum af hlut- aðeigandi bókmenntaverkum. I ýmsum tilvikum er erfitt að segja úr hvorri áttinni tilvísanir til Joyce koma, þ.e. hvort þær byggjast á því sem er lesið- en-óskrifað (eða að mestu óskrifað eða óbeint skrifað eins og í Vögguvísu) eða því sem er ólesið-en-skrifað. Þar er nefnilega svo að vísanir til höfunda og verka (sbr. flokk 3 hér að framan) koma ekki ósjaldan frá fólki sem hefur alls ekki lesið verkin og ég held að þetta sé sérlega oft raunin með Joyce, - verk hans, og einkum Ulysses, hafa öðlast vissa goðsögulega stöðu í menn- ingarsögunni og fólk hendir á lofti dropa úr því skýi. Ég hef áður greint frá því á prenti er einn ágætur vinur minn og góður bók- menntamaður sagði við mig eitthvað á þessa leið: „Skáldsagan Ulysses er undar- leg bók. Hún er þúsund blaðsíður og það er ekki einn einasti punktur í henni“.14 Ég varð kjaftstopp og þar með gafst mér tími til að forðast hlutverk kennarans sem kynni að hafa viljað leiðrétta þessa „vitleysu". Þama var hreinlega goð- sögnin „Ulysses" lifandi komin; þessi vinur minn hafði líklega aldrei litið milli spjaldanna á Ulysses - ég segi líklega því það er hugsanlegt að hann hafi litið í síðasta kafla bókinnar þar sem vissulega má sjá blaðsíður án punkts - semsé í áðumefndu vitundarflæði Mollyar. Því má segja að þessi „lesandi" hafi með- tekið einskonar neðanjarðarútgáfu af Ulysses og í þeirri versjón hafi Molly Bloom lagt undir sig alla skáldsöguna og væntanlega gert hana ólæsilega. Og til eru þeir sem ekki bara tala heldur skrifa um Ulysses án þess að hafa séð textann; þeir láta goðsögnina ráða. Eitt frægasta dæmið um þetta er árás Karls Radeks á Joyce í fimalangri ræðu hans á frægu allherjarþingi sovétrithöfunda 1934. Þar eru m.a. þessi viðvörunarorð: „Og þegar höfundar okkar frétta að erlendis hafi birst bók sem er átta hundruð síður án punkts eða kommu, þá spyrja þeir: „Kannski er þetta nýja listin sem nú rís upp úr kaos- inu?““ Mann grunar að skammir þær og svívirðingar sem Radek lét dynja á Joyce í ræðunni grundvallist á hugmynd um mikilvæga bók sem hann hafði aldrei séð.15 (Hann hefði betur farið að dæmi Laxness og leigt sér smyglað eintak.)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.