Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2005, Side 107

Andvari - 01.01.2005, Side 107
andvari RITHÖFUNDAR í ÚTLÖNDUM 105 bókmenntasnobbar og fífl, er mæla slíku bót.“20 Þegar þetta var skrifað hafði módemisminn nýlega haldið innreið sína í íslenska ljóðlist, var tekinn að láta á sér kræla í smásagnaritun en hafði lítt náð að nema land í skáldsagnagerð. Með skírskotun til heimsbókmennta og „lesenda alheims“ virðist Kristmann hinsvegar ætla að sýna löndum sínum fram á að þessi ófögnuður sé úrelt „tíska“ og skynsamir, ósnobbaðir lesendur muni eiga auðvelt með að bera kennsl á keisarann kviknakta. VI Heimsbókmenntasaga Kristmanns hefur að öllum líkindum ekki verið ýkja veigamikil í íslenskri bókmenntaumræðu á sínum tíma.21 Miklu áhrifameiri voru áreiðanlega ummæli Halldórs Laxness sem á sjötta áratugnum lætur enn í sér heyra um Joyce. í ræðu sem hann flutti 1954 og birti árið eftir - og ber heitið „Vandamáí skáldskapar á vorum dögum“ - gagnrýnir Laxness svartsýnis- og tilraunaskrif ýmissa höfunda: Mikill hluti af skáldskap nútímans er ein ruslakompa af ósamstæðum brotum úr alskonar heimspekikerfum [...]. Oft og einatt samanstanda svokallaðar frammúrbók- menntir aðeins af notkun skakkrar orðskipunar eða málfræði sem er vísvitandi raung, og síðan er þetta kanski fullkomnað með því að sleppa greinarmerkjasetníngu [...].22 Skyldi Joyce vera hér á ferð? Vissulega. Laxness tekur fram að [...] frummyndimar að flestum fyrirbrigðum þessa formdýrkandi formleysis verða fundnar í Ulysses eftir James Joyce, þeirri bók þar sem einna lengst verður komist í raunsæisstefnu [...] þar stendur einnig hinn frægi kafli, 45 blaðsíður að leingd, sem svo er raunsær að ekki er einusinni í honum komma; því samkvæmt hinni yfirraunsæu aðferð, surrealismanum, sem er framhald hinnar rétttrúuðu „sveitalegu" raunsæi 19. aldar [...]. [...] Það er þannig hálf-ömurlegt að þau „tískuskáld" sem tignuð eru af áhugasömum aðdáendum útí heimsjaðrinum, og kjörin meistarar og fyrirmynd úngra nútímaskálda, skuli svo oft hafa aldur til að vera afar aðdáenda sinna.23 Halldór virðist hafa áhyggjur af ungum samtímaskáldum á íslandi og öðr- um lysthafendum sem horfi til módernismans. Hann gagnrýnir þessa ofur- raunsæisstefnu sem sé framhald af raunsæisstefnu 19. aldar (ætla mætti að Halldór teldi sitt eigið nútímaraunsæi runnið úr gerólíkri átt). Og eins og Kristmann stuttu síðar hafnar Halldór landnámi módernismans á Islandi m.a. á þeim forsendum að þetta sé úrelt tíska og þar af leiðandi óþurft- arverk að drösla henni hingað yfir hafið. Módernisminn flokkast semsé undir mistök sem gerð hafa verið erlendis og eigi því ekki að endurtaka hér á landi. Það er ekki síst módernisminn sem er „vandamál skáldskapar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.