Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 111
ANDVARI
RITHÖFUNDAR í ÚTLÖNDUM
109
„hefðar“ og segja má að þeir hafi beint henni hingað heim og miðlað fjöl-
mörgu úr aðferðum hennar, tilraunum og fagurfræði til íslenskra lesenda. Um
leið endumýja þeir hana sem íslenskir höfundar, á sínum eigin sögulegu og
listrænu forsendum.
Það er hinsvegar einnig tímans tákn að þessir erlendu höfundar öðlast ekki
mikinn aðgang að íslenskum bókmenntum í þýðingum. Þrátt fyrir umbrotin
í íslensku bókmenntalífi er sköpunargleðin í módemískri sagnagerð mun
afmarkaðri við frumsamin verk en raunin hafði verið í ljóðlistinni. Þrátt fyrir
breyttar menningaraðstæður verður James Joyce því enn um nokkurt skeið
í senn stór og fjarlægur höfundur. Þetta sést glöggt þegar litið er yfir þær
íslensku Joyce-þýðingar sem ratað hafa á prent til þessa.
VIII
Islenskar Joyce-þýðingar (prentaðar):
„Skýjaborg“ („A Little Cloud“ - úr Dubliners), þýð. Ingólfur Pálmason,
Tímarit Máls og menningar, 2. hefti, 1946.
„Afrit“ („Counterparts“ - úr Dubliners), þýð. Geir Kristjánsson, Birtingur,
1.-2. hefti, 1961.
„Eveline“ (úr Dubliners), þýð. Sigurður A. Magnússon, Lesbók Mbl., 13.
maí 1962.
„Leir“ („Clay“ - úr Dubliners), þýð. Anna María Þórisdóttir, Samvinnan,
9.-10. hefti, 1979.
„Arabia“ („Araby“ - úr Dubliners), þýð. Valgerður Þóra, Lesbók Mbl., 4.
apríl 1982.
/ Dyflinni (Dubliners), þýð. Sigurður A. Magnússon, Mál og menning
, 1982.
Ódysseifur (Ulysses), þýð. Sigurður A. Magnússon, Mál og menning 1992-
1993.
Æskumynd listamannsins (A Portrait ofthe Artist as a Young Man), þýð. Sig-
urður A. Magnússon, Mál og menning 2000.
Kötturinn og kölski (The Cat and the Devil), þýð. Óskar Ámi Óskarsson,
Bjartur 2002.
Ég hef ekki fundið íslenskar þýðingar á ljóðum Joyce, en hugsanlegt er að
einhverjar slíkar hafi farið framhjá mér. Leikrit hans, Exiles, virðist ekki
hafa verið flutt á íslensku. Þessi skrá tekur ekki til verka sem aðeins hafa
verið flutt í útvarpi.28 Kötturinn og kölski er stutt bamasaga sem Joyce sagði
bamabami sínu upphaflega í bréfi árið 1936. Hún var síðar myndskreytt og
gefin út í bókarformi (íslenska þýðingin er prýdd myndum eftir Kristínu Am-
grímsdóttur).