Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 121

Andvari - 01.01.2005, Page 121
ÖRN ÓLAFSSON Uppsprettur Tímans og vatnsins Ljóðabálkur Steins Steinars, Tíminn og vatnið, birtist um miðja 20. öld, og hefur æ síðan verið með vinsælustu ljóðum á íslensku. Þær vinsældir held ég hafa alla tíð fyrst og fremst byggst á mjög myndrænni framsetningu og óvenjulegri. Ég hefi haldið því fram (í Kóralforspil hafsins, 1992) að hún geri bálkinn óræðan, óskiljanlegan röklega. Þar (bls. 80-104) fjallaði ég um helstu túlkanir bálksins. Hér er ætlunin að kanna sérkenni myndmáls þessa ljóðabálks og leita fyrirmynda. í handritum Steins eru drög sumra þessara ljóða á ýmsum stigum, en einnig fullgerð ljóð af sama tagi, og mörg góð, þótt hann birti þau ekki sjálfur. Flest hafa þau síðan birst í nýjustu útgáfu ljóða hans1. Samanlagt verður þetta lítið eitt lengra safn Ijóða en Tíminn og vatnið, áþekkt honum, 25 ljóð (hér kallað Lokaljóð Steins), og er hér borið saman við hann. En hér er um að ræða úrval síðustu ljóða Steins, meðal eftir- látinna óprentaðra ljóða hans eru einnig ljóð af öðru tagi, ennfremur nokkur á mörkum þessara tvennskonar ljóða (myndræn en ekki mótsagnakennd eins og Tíminn og vatnið2). Ekki er stefnt að almennri greinargerð um þessi ljóð, heldur eingöngu reynt að finna dæmi tiltekins ljóðmáls. Umfjölluð ljóð eru talin upp aftan við þessa grein, og birt þau sem ekki hafa birst í ljóðasafni Steins. Sigfús Daðason segir í bók sinni um Stein (bls. 80-81) að hann „sat um kyrrt í Reykjavík öll stríðsárin [...] Rétt í lok stríðsins tók Steinn sig upp og fór til Norðurlanda. Var hann átta mánuði í þeirri ferð og dvaldist aðallega í Svíþjóð. Steinn fór enn utan undir árslok 1946, fyrst til Kaupmannahafnar og síðan til Parísar og kom heim í apríl." Þegar Steinn fór utan í stríðslok höfðu þegar birst í tímaritum, allt frá 1944, átta ljóðanna sem síðar komu í Tím- anum og vatninu, einkum þó í seinni gerð bálksins, en 1946-8 birtust í tíma- ritum tíu í viðbót, svo sem Sveinn Skorri Höskuldsson rakti í grein um tilurð ljóðabálksins 1971 (bls. 157-8). Raunar höfðu öll ljóð fyrri gerðar nema eitt birst á árinu 1947, en frá því ári er einskonar frumgerð ljóðabálksins, þó með aðeins tíu ljóðum, varðveitt í einu vélrituðu eintaki (undir titlinum „Dvalið hjá djúpu vatni“, tv. r. Sveins Skorra, bls. 159-60). Bálkurinn birtist svo með 13 ljóðum í 200 eintökum, líklega 1948 (tv. r. bls. 156), en 1956 birtist hann aftur, aukinn upp í 21 ljóð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.