Andvari - 01.01.2005, Page 121
ÖRN ÓLAFSSON
Uppsprettur Tímans og vatnsins
Ljóðabálkur Steins Steinars, Tíminn og vatnið, birtist um miðja 20. öld, og
hefur æ síðan verið með vinsælustu ljóðum á íslensku. Þær vinsældir held
ég hafa alla tíð fyrst og fremst byggst á mjög myndrænni framsetningu og
óvenjulegri. Ég hefi haldið því fram (í Kóralforspil hafsins, 1992) að hún
geri bálkinn óræðan, óskiljanlegan röklega. Þar (bls. 80-104) fjallaði ég um
helstu túlkanir bálksins. Hér er ætlunin að kanna sérkenni myndmáls þessa
ljóðabálks og leita fyrirmynda. í handritum Steins eru drög sumra þessara
ljóða á ýmsum stigum, en einnig fullgerð ljóð af sama tagi, og mörg góð,
þótt hann birti þau ekki sjálfur. Flest hafa þau síðan birst í nýjustu útgáfu
ljóða hans1. Samanlagt verður þetta lítið eitt lengra safn Ijóða en Tíminn og
vatnið, áþekkt honum, 25 ljóð (hér kallað Lokaljóð Steins), og er hér borið
saman við hann. En hér er um að ræða úrval síðustu ljóða Steins, meðal eftir-
látinna óprentaðra ljóða hans eru einnig ljóð af öðru tagi, ennfremur nokkur
á mörkum þessara tvennskonar ljóða (myndræn en ekki mótsagnakennd eins
og Tíminn og vatnið2). Ekki er stefnt að almennri greinargerð um þessi ljóð,
heldur eingöngu reynt að finna dæmi tiltekins ljóðmáls. Umfjölluð ljóð eru
talin upp aftan við þessa grein, og birt þau sem ekki hafa birst í ljóðasafni
Steins.
Sigfús Daðason segir í bók sinni um Stein (bls. 80-81) að hann „sat um
kyrrt í Reykjavík öll stríðsárin [...] Rétt í lok stríðsins tók Steinn sig upp og
fór til Norðurlanda. Var hann átta mánuði í þeirri ferð og dvaldist aðallega í
Svíþjóð. Steinn fór enn utan undir árslok 1946, fyrst til Kaupmannahafnar og
síðan til Parísar og kom heim í apríl." Þegar Steinn fór utan í stríðslok höfðu
þegar birst í tímaritum, allt frá 1944, átta ljóðanna sem síðar komu í Tím-
anum og vatninu, einkum þó í seinni gerð bálksins, en 1946-8 birtust í tíma-
ritum tíu í viðbót, svo sem Sveinn Skorri Höskuldsson rakti í grein um tilurð
ljóðabálksins 1971 (bls. 157-8). Raunar höfðu öll ljóð fyrri gerðar nema eitt
birst á árinu 1947, en frá því ári er einskonar frumgerð ljóðabálksins, þó með
aðeins tíu ljóðum, varðveitt í einu vélrituðu eintaki (undir titlinum „Dvalið
hjá djúpu vatni“, tv. r. Sveins Skorra, bls. 159-60). Bálkurinn birtist svo með
13 ljóðum í 200 eintökum, líklega 1948 (tv. r. bls. 156), en 1956 birtist hann
aftur, aukinn upp í 21 ljóð.