Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2005, Side 126

Andvari - 01.01.2005, Side 126
124 ÖRN ÓLAFSSON ANDVARI fylld8 (plenitude): „Öll þau hugrenningatengsl sem geta átt við, eiga við, ljóðið merkir allt sem það getur merkt“. Svipað sagði Göran Pritz-Páhlson (Linder, bls. 840). - Vissulega ber að huga að öllum túlkunarmöguleikum, en andstæðar túlkanir tel ég þó að verði að bera saman, og rökræða hver eigi best við - en það er sú túlkun, sem gerir grein fyrir sem flestum einkennum verksins, án þess að stríða gegn mikilvægurn atriðum í því. Og þá er að minnast stefnuyfirlýsinga Lindegrens sjálfs9 (tekið e. Hall- berg, bls. 553): Aðalatriðið er að tjáningarþörfm sé sterkari en þörfin fyrir að miðla [...] það sem öðru fremur þarf að miðla, er tilfinningin, sem næstum alltaf er flókin - sé þetta rómantík, má allt eins kalla það tilfinningaraunsæi. Það er tilfinningin sem ber að hlaða hugmyndum, en ekki öfugt. Hugmyndalega yfirbyggingu ber að rífa niður og leggja hana neðanjarðar, þá fyrst getur hún birst af öllum sínum mætti. Ljóðræn „mynd“ þarf að losna frá undirskipaðri stöðu sinni, sem „skreyting", og verða meginþáttur ljóðsins. Hugsunin á að fara fram í myndum, og myndir tilfinninga (eða dulvitundar) eiga að taka í sig hugsun, þetta er stöðug víxl- verkan. Þegar hugsun og tilfinning (og skynjun) mætast þannig í mynd, og gegnsýra hvert annað fullkomlega, þá ætti við bestu aðstæður að verða til ljóð sem einkennist af sýn. Hallberg (bls. 546) ber þetta saman við einn upphafsmann módemismans, Mallarmé (1842-98, en kunnustu ljóð hans eru frá síðasta aldarfjórðungi ævinnar), kallar hann sérlega andlegt skáld, en jafnframt skáld hlutlægrar sýnar, og vitnar í rannsókn Jean-Pierre Richards um að hreinræktuðustu andleg fyrirbæri sannreynist í skynheiminum, fái þar fasta mynd, [...] skáld hljóti að láta vitranir sínar birtast í einföldum, frumstæðum skynjunum. Þetta finnst Hallberg eiga vel við mannen utan vág Lindegrens, enda þótt skynjunin þar sé miklu sundraðri, sterkari og stundum ruddalegri en hjá Mallarmé. Annar skýr munur sé, að Lindegren sækist eftir að setja inn sértök sem samsvari skynmyndum, ekki síst í formi eignarfallslíkinga. Hlutlægir myndliðir séu þá einskonar afmörkun af hálfu skáldsins. I augum lesenda geti áhrifin þó orðið hið gagnstæða10. Hallberg vitnar og til Hugos Friedrich11 um að ljóð upphafsmanns módem- ismans, Rimbauds, einkennist af skynjuðum óraunveruleika [...]: afmyndaður raunveruleikinn birtist oft í orðasam- böndum, þar sem hver liður hefur eitthvað skynjanlegt. En orðasamböndin tengi ósam- ræmanlega hluti svo óeðlilega, að af hinu skynjanlega rísi óraunverulegt. Ævinlega séu þetta skynjanlegar myndir, en yrðu aldrei skynjaðar í raun. [...] Dásamlegastar eru þær ljóðrænu setningar, sem lýsa mjög skýrt og ákveðið skynjun sem er hlutlægt ómöguleg, það er sannarlega sköpun í orðum Þessi lýsing finnst mér eiga einkar vel við um ljóð Steins sem hér er um rætt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.