Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 143

Andvari - 01.01.2005, Page 143
ANDVARI UPPSPRETTUR TÍMANS OG VATNSINS 141 „í óræk spor þín/ féll ímynduð birta/ míns ullhvíta draums// Ég sá andlit þitt speglast/ í innhverfri bylgju/ hins öfuga straums“ (19); „Inn í hugans neind/ kemur nóttin/ eins og nafnlaus saga// Og nekt þess sem er/ týnir nálægð sín sjálfs/ út í nætur og daga.“ (13). Allt er þetta sérkennilegt, módernt myndmál, en ég ítreka, að hér er ekki að finna það sérstæða líkingaform sem Steinn á annars sameiginlegt við mannen utan vág - fyrir utan líkingamar um þögn, þær eru af því tagi. Hinsvegar minnir þetta safn meira á þær mótsagnir, sem Kristján Karlsson hefur rakið (bls. 12) að einkenndu ljóð Steins lengstum, og rekur þau áhrif á hann til Tómasar Guðmundssonar, en það virðist mjög sannfærandi kenning. Andspænis mótsögnunum í þessum ljóðum Steins frá stríðsárunum er nær- tækt að minnast fyrri nódemra ljóða á íslensku, en eins og ég rakti í Kóralfor- spili hafsins eru það helst „Sorg“ Jóhanns Sigurjónssonar (1908-9), Flugur Jóns Thoroddsen (1916-17) og ljóð Halldórs Laxness frá 1926-7. Matthías Johannessen leiðir sannfærandi rök að því (bls. 211-12) að sjá megi áhrif frá „Sorg“ Jóhanns („A hvítum hestum hleyptum við upp á bláan himinbogann [..] við héngum í faxi myrkursins“) í „Hvítur hestur“ Steins24: ég sé mjúkar hendur/ slá mjallhvítum eldi í myrkursins fax. Annars sé ég ekki bein tengsl þessara ljóða Steins við ljóð Jóhanns eða Jóns Thoroddsens. Olíkt þeim em sértök áberandi hjá Steini. En þau eru einnig áberandi í mannen utan vag Lindegrens og þeim mun eðlilegra að Steinn tengdist því. En mótsagnir em ekki eina áberandi einkenni þessara stríðstímaljóða Steins. Ekki eru síður sláandi litasamstillingar ljóðanna, eins og oft hefur verið bent á. Þær eru sérlega áberandi í ljóðunum sem birtust 194425, og raunar kemur þetta sama einkenni fram á mörgum öðrum ljóðum Steins26. Oft hefur verið talið að þetta hafi Steinn sótt til afstraktmálara samtímans, og þá er vísað til lofsamlegrar greinar hans um Þorvald Skúlason í Helgafelli 194227. Mér virðist því rétt að tala um tvö sköpunarskeið ljóðanna í Tímanum og vatninu og Lokaljóðum Steins, fyrst er skeið litasamsetninga og mótsagna á striðsárunum, en surrealískt skeið síðar, tenging ósamræmanlegs, eftir stríðslok og Svíþjóðardvöl Steins. Hér verður nú að víkja að annarri kenningu Matthíasar Johannessen, sem hann orðar með ýmsu móti, en einna afdráttarlausast svo (tv. r, bls. 219 - mér sýnist hann þar óbeint vera að svara riti mínu frá 1992): Það eu erfið tákn og líkingar í Tímanum og vatninu einsog í Sorg og á þeim tíma mikil nýjung í íslenskri ljóðlist; ekkisíður en nýstárlegar myndir. Yfirborðið órætt eins og sagt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.