Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 145

Andvari - 01.01.2005, Page 145
ANDVARI UPPSPRETTUR TÍMANS OG VATNSINS 143 ins: „Slíkt erindi þarf ekki að skilja, heldur skynja. Það segir allt sem ekki verður sagt.“ Ég vísa til undanfarandi umfjöllunar um samtengingu ósamræmanlegs því til staðfestingar, að hér er margt sem verður ekki skilið röklega, og það er alls ekki vegna óljósra vísana, ég sé engar slíkar í Tímanum og vatninu, og ekki tilfærir Matthías neinar. Sama gildir um ljóð Halldórs Laxness 1927, svo sem áður var rakið. Önnur skáld erlendis Þrátt fyrir mikla leit veit ég ekki af neitt ámóta róttækum módemisma hjá öðrum norrænum skáldum á þeim tíma. Það er útbreitt á Norðurlöndum að nota hugtakið „módem ljóð“ í merkingunni fríljóð eða prósaljóð, gjaman um nútímalegt efni, t.d. borgarlíf. Er furðulegt að bókmenntafræðingar virðast hafa gleymt því að allt þetta tíðkuðu blæleitin skáld fyrir aldamótin 1900. Þannig er það sem Danir kalla Hereticamódemisma í rauninni rökleg ljóð og gerólík módemisma í frönskum ljóðum eða enskum á fyrra hluta 20. aldar. Dönsk modern ljóð þá eru fyrst og fremst expressjónismi, í stíl við Eyðiland Eliots, það sem módemast er. Sama verður að segja um svokallaðan „sænsk- finnska módernismann" á millistríðsárunum og norsk ljóð frá miðri öldinni, og flest sænsk, það sem ég hefi séð. Tvö skáld verður þó sérstaklega að nefna, Gunnar Ekelöf og Artur Lundkvist. Hjá þeim síðarnefnda kemur helst til álita á þessum tíma Ijóðabókin Næturbrýr (Nattens broar, 1937). Þar má t.d. sjá hvemig líkingar þróast frá kunnuglegum til æ langsóttari28 (bls. 73): Um nætur elska ég konu sem ég get aldrei fundið um daga. Hún hefur eldsvoða í augum, storm í hárinu. Hún ber þunnan kjól, sáinn þymirósum. Hún umlykur sinn eigin dal með sjö hæðum. Hún brosir alltaf við spegli sem enginn annar sér. Hún getur líkt og teningur sýnt eitt auga eða sex. Hún er hrynjandi malargryfja með vönd af valmúa efst á krúnunni. Hún er Leda sem veður í gegnum tjamimar, í leit að svani sínum. Hún hefur verönd mót hafinu, þar sem ég sé hana mörg kvöld í kjól úr maurildum meðan sokkin segl anda í djúpinu. Hún segir: Kallaðu mig Nóttina, þá finnur þú rót þess góða sem um daga er kallað hið illa. Hún veður æ lengra út þar sem útfirinu lýkur aldrei. Það er hún sem ég elska um nætur en get aldrei fundið um daga. Vissulega er módemismi í þessum óvæntu tengslum, en ekki gengið eins langt og í greindum ljóðum Lindegrens og Steins. Hjá Ekelöf ber helst á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.