Andvari - 01.01.2005, Page 145
ANDVARI
UPPSPRETTUR TÍMANS OG VATNSINS
143
ins: „Slíkt erindi þarf ekki að skilja, heldur skynja. Það segir allt sem ekki
verður sagt.“
Ég vísa til undanfarandi umfjöllunar um samtengingu ósamræmanlegs því
til staðfestingar, að hér er margt sem verður ekki skilið röklega, og það er
alls ekki vegna óljósra vísana, ég sé engar slíkar í Tímanum og vatninu, og
ekki tilfærir Matthías neinar. Sama gildir um ljóð Halldórs Laxness 1927,
svo sem áður var rakið.
Önnur skáld erlendis
Þrátt fyrir mikla leit veit ég ekki af neitt ámóta róttækum módemisma hjá
öðrum norrænum skáldum á þeim tíma. Það er útbreitt á Norðurlöndum að
nota hugtakið „módem ljóð“ í merkingunni fríljóð eða prósaljóð, gjaman um
nútímalegt efni, t.d. borgarlíf. Er furðulegt að bókmenntafræðingar virðast
hafa gleymt því að allt þetta tíðkuðu blæleitin skáld fyrir aldamótin 1900.
Þannig er það sem Danir kalla Hereticamódemisma í rauninni rökleg ljóð og
gerólík módemisma í frönskum ljóðum eða enskum á fyrra hluta 20. aldar.
Dönsk modern ljóð þá eru fyrst og fremst expressjónismi, í stíl við Eyðiland
Eliots, það sem módemast er. Sama verður að segja um svokallaðan „sænsk-
finnska módernismann" á millistríðsárunum og norsk ljóð frá miðri öldinni,
og flest sænsk, það sem ég hefi séð. Tvö skáld verður þó sérstaklega að
nefna, Gunnar Ekelöf og Artur Lundkvist. Hjá þeim síðarnefnda kemur helst
til álita á þessum tíma Ijóðabókin Næturbrýr (Nattens broar, 1937). Þar má
t.d. sjá hvemig líkingar þróast frá kunnuglegum til æ langsóttari28 (bls. 73):
Um nætur elska ég konu sem ég get aldrei fundið um daga.
Hún hefur eldsvoða í augum, storm í hárinu.
Hún ber þunnan kjól, sáinn þymirósum.
Hún umlykur sinn eigin dal með sjö hæðum.
Hún brosir alltaf við spegli sem enginn annar sér.
Hún getur líkt og teningur sýnt eitt auga eða sex.
Hún er hrynjandi malargryfja með vönd af valmúa efst á krúnunni.
Hún er Leda sem veður í gegnum tjamimar, í leit að svani sínum.
Hún hefur verönd mót hafinu, þar sem ég sé hana mörg kvöld í kjól úr maurildum
meðan sokkin segl anda í djúpinu.
Hún segir: Kallaðu mig Nóttina, þá finnur þú rót þess góða sem um daga er kallað hið
illa.
Hún veður æ lengra út þar sem útfirinu lýkur aldrei.
Það er hún sem ég elska um nætur en get aldrei fundið um daga.
Vissulega er módemismi í þessum óvæntu tengslum, en ekki gengið eins
langt og í greindum ljóðum Lindegrens og Steins. Hjá Ekelöf ber helst á