Andvari - 01.01.2005, Page 146
144
ÖRN ÓLAFSSON
ANDVARI
módemisma í ljóðasöfnunum Síðla á jörðu (Sent pá jorden) 1932 og Til-
einkun (Dedikation) frá 1934, en þar verður sömu sögu að segja. Þó þykir
mér líklegt að Lindegren hafi frá honum talið um að rista blóðöm (xxix,12)
og að tala um ský sem lungu (xxvi, 11), þar sem það kemur fyrir saman í ljóði
Ekelöfs29, með greinilegri vísun til sköpunarsögu jarðar skv. Snorra-Eddu.
Sem stór lungu hvíla skýin yfir hafinu, þung
af litum og af regni sem aldrei féll.
Lungu sem vindamir rifu út
úr sundurslitnum líkama svæfðs jötuns
og ristu honum blóðöm yfir niðurlag sólar.
Þau frægu enskumælandi ljóðskáld, sem mest var vitnað til á þessum tíma,
T. S. Eliot og Ezra Pound yrkja allt öðruvísi. En Dylan Thomas er athygl-
isverður í þessu sambandi, því það er í syrpu tíu sónhenda, „Altarwise by
owl-light“[Við altari í ugluljósi?], sem hann hefur samskonar líkingar og eru
í sónhendusyrpu Lindegrens, mannen utan vdg. Þessi bálkur Thomas birtist
í ljóðabók hans 25 poems, 1936. Hér skal reynt að snara IV sónhendu30 (bls.
81-2);
Hver er bragarháttur orðabókarinnar?
Stærð sköpunarinnar? kyn gneistans?
Skuggi án lögunar? lögun bergmáls Faraós?
(Lögun aldurs míns nauðar í særðu hvísli).
Hvaða sjöttungur vinds blés út brennandi aðalsfólkið?
(Spumingar eru kroppinbakar gagnvart merg skörungsins).
Hvað um bambusmann meðal ekra þinna?
Setja beinagarðana í lífstykki fyrir óheiðarlegan dreng?
Hnepptu bol þínum um kryppu flísa,
Ulfaldaaugu mín munu nælast gegnum líkklæðið,
Endurskin ástar af svipi sveppa,
Skyndimyndir teknar af nóttinni á brauðgirtum akrinum,
Einu sinni nærmynd brosandi á myndavegg,
Ljósbogað kastað aftur á skerandi flóðið.
Þessar líkingar eru augljóslega af sama tagi og hjá Lindegren og Steini. Ann-
ars er þessi sónhendubálkur Thomas mun biblíulegri en þeirra verk.
Ef við nú að lokum lítum yfir Ermarsund, til upphafs módemismans, þá
er fyrst að víkja að skáldi sem áður var nefnt í þessari grein. Margt er myrkt
í Mallarmé en ekki eru þar líkingar af þessu tagi. Sama verður að segja um
frumkvöðla módemismans um 1870, Rimbaud og Lautréamont. Þó rakti
leiðtogi surrealista, André Breton, til hins síðamefnda meginatriði surreal-
ismans, sem Breton tók raunar eftir öðru skáldi, Pierre Reverdy, og birti í
Stefnuskrá surrealismans 1924, að skáldleg mynd yrði því máttugri, sem
\