Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 146

Andvari - 01.01.2005, Page 146
144 ÖRN ÓLAFSSON ANDVARI módemisma í ljóðasöfnunum Síðla á jörðu (Sent pá jorden) 1932 og Til- einkun (Dedikation) frá 1934, en þar verður sömu sögu að segja. Þó þykir mér líklegt að Lindegren hafi frá honum talið um að rista blóðöm (xxix,12) og að tala um ský sem lungu (xxvi, 11), þar sem það kemur fyrir saman í ljóði Ekelöfs29, með greinilegri vísun til sköpunarsögu jarðar skv. Snorra-Eddu. Sem stór lungu hvíla skýin yfir hafinu, þung af litum og af regni sem aldrei féll. Lungu sem vindamir rifu út úr sundurslitnum líkama svæfðs jötuns og ristu honum blóðöm yfir niðurlag sólar. Þau frægu enskumælandi ljóðskáld, sem mest var vitnað til á þessum tíma, T. S. Eliot og Ezra Pound yrkja allt öðruvísi. En Dylan Thomas er athygl- isverður í þessu sambandi, því það er í syrpu tíu sónhenda, „Altarwise by owl-light“[Við altari í ugluljósi?], sem hann hefur samskonar líkingar og eru í sónhendusyrpu Lindegrens, mannen utan vdg. Þessi bálkur Thomas birtist í ljóðabók hans 25 poems, 1936. Hér skal reynt að snara IV sónhendu30 (bls. 81-2); Hver er bragarháttur orðabókarinnar? Stærð sköpunarinnar? kyn gneistans? Skuggi án lögunar? lögun bergmáls Faraós? (Lögun aldurs míns nauðar í særðu hvísli). Hvaða sjöttungur vinds blés út brennandi aðalsfólkið? (Spumingar eru kroppinbakar gagnvart merg skörungsins). Hvað um bambusmann meðal ekra þinna? Setja beinagarðana í lífstykki fyrir óheiðarlegan dreng? Hnepptu bol þínum um kryppu flísa, Ulfaldaaugu mín munu nælast gegnum líkklæðið, Endurskin ástar af svipi sveppa, Skyndimyndir teknar af nóttinni á brauðgirtum akrinum, Einu sinni nærmynd brosandi á myndavegg, Ljósbogað kastað aftur á skerandi flóðið. Þessar líkingar eru augljóslega af sama tagi og hjá Lindegren og Steini. Ann- ars er þessi sónhendubálkur Thomas mun biblíulegri en þeirra verk. Ef við nú að lokum lítum yfir Ermarsund, til upphafs módemismans, þá er fyrst að víkja að skáldi sem áður var nefnt í þessari grein. Margt er myrkt í Mallarmé en ekki eru þar líkingar af þessu tagi. Sama verður að segja um frumkvöðla módemismans um 1870, Rimbaud og Lautréamont. Þó rakti leiðtogi surrealista, André Breton, til hins síðamefnda meginatriði surreal- ismans, sem Breton tók raunar eftir öðru skáldi, Pierre Reverdy, og birti í Stefnuskrá surrealismans 1924, að skáldleg mynd yrði því máttugri, sem \
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.