Andvari - 01.01.2005, Side 148
146
ÖRN ÓLAFSSON
ANDVARl
Bara að vinum mínum hefði ekki verið breytt í saltstyttur
Eina mínútu fer ég um á hesti
Nálæg hvíldarsetur
Hlið í eyðimörkinni ó þessar dómkirkjur sem eru pýramídar apa
Ég held ég rugli saman menningarskeiðum purpuralykt
Enn eitt atvik
Drottinn minn við verðum þá aldrei
Vígsla kolkrabba á kristalli kletts
Þetta er sylgja lífstykkis Hennar
Tinpappír ekki aflitaður pappír
Eins og til er tafla og papýrus
Logandi hugmyndakerfi
Fallegur kálfi
Trompett garðtorgsins
Hér eru þá tengd sundurleit fyrirbæri náttúru og mannfélags; „Vígsla kol-
krabba“, „pýramídar apa“, hugmyndaheimur logar, o. fl. þ. h., Upphafslínan
er enn ótækari; talar um tré eins og úttroðna dýrahami, og þar að auki virð-
ist tróðið vera hallir (franska setningin er nokkuð tvíræð, mætti skilja sem
uppstoppuð tré halla). Þar að auki er samhengisleysi milli lína. Hinsvegar
eru mörg seinni ljóð surrealistanna frönsku áhrifaríkari, því hér sakna ég
samhengis í undiröldu tilfinninga, líkt og við höfum séð hjá Steini og Linde-
gren.
Samantekt
Frumgerð Tímans og vatnsins 1948 er býsna skipuleg, þar skiptast á reglu-
legar tersínur, ástaljóð og ljóð með óreglulegri brag, sem lýsa framandlegu
umhverfi mælanda. Þessi skipan verður óreglulegri við helmingsaukningu
1956, en meginsvipurinn helst, mælandi staddur í framandlegu, óskiljanlegu
umhverfi, nálgast viðmælanda í ástasambandi.
Það sem gerir Tímann og vatnið sérstætt verk í íslenskri ljóðagerð er
einkum myndmálið. Annarsvegar er einstök litadýrð, einkum í ljóðum ortum
fyrir Svíþjóðardvöl Steins seinni hluta ársins 1945. En eftir hana kemur til
annað höfuðeinkenni bálksins, óræðar líkingar og samlíkingar. Hér hefur
komið fram, að þar er um arfleifð frá surrealismanum að ræða. Sú aðferð
mótaðist um og upp úr 1920 í Frakklandi. Þessi aðferð er sérlega róttækur
módemismi, að tengja sundurleitustu atriði saman í líkingu, þar sem þess
þó skyldi gætt að þau ættu eitthvað markvert sameiginlegt, og hreyfingin
frá kennilið til myndliðar stefndi að einhverju mikilvægu í hugrenninga-
tengslum. Fjölbreytnin er mikil innan þessa ramma. En þar sem áður, í t.d.
blæleitni (sýmbólisma), náttúrufyrirbæri voru gerð nákomnari lesendum með
\