Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Síða 149

Andvari - 01.01.2005, Síða 149
ANDVARI UPPSPRETTUR TÍMANS OG VATNSINS 147 persónugervingu þeirra og líkingum við hluti í nánasta umhverfi fólks, þá ríkir yfirleitt gagnstæð stefna í módemismanum, að nota líkingar til að gera kunnuglega hluti ankannalega, framandi. Þetta færist í aukana frá fyrri gerð Tímans og vatnsins til seinni gerðar, jafnframt því sem ástaljóðasvipurinn rénar. Aðferðin birtist í ljóðum Halldórs Laxness frá 1927, en þó hefur Steinn fremur lært hana af mannen utan vág (1940) eftir Erik Lindegren, en beinasta fyrirmynd Lindegrens virðist aftur vera sónhendubálkur eftir Dylan Thomas frá 1936. Hjá Steini gætir þessarar aðferðar ekki aðeins í Tímanum og vatninu, heldur einnig í nokkrum ljóðum hans frá sama skeiði, sem hér hafa verið borin saman við Tímann og vatnið undir heitinu Lokaljóð Steins. Eg reyndi að flokka líkingar Steins eftir því hvort þær byggðust á afstöðu eða svip, en það tókst ekki, vegna þess hve breitt bil er milli kenniliðar og myndliðar, og þótt við fylgjum framangreindum boðskap André Breton, að með þeim séu mikilvæg tengsl og stefni í átt að mikilvægu atriði, þá reynir svo á skáld- lega ímyndun að skynja þau, að greinargerð fyrir þeim rúmast ekki hér. Fyrrgreind athugasemd Hallbergs um líkingar mannen utan vág, að þær séu mjög skynrænar, en yrðu aldrei skynjaðar, þykir mér sannast á ljóðum Steins. Sem dæmi mætti nefna: „Gagnsæjum vængjum/ flýgur vatnið til baka/ gegn viðnámi sínu“, „A hornréttum fleti/ milli hringsins og keilunnar/ vex blóm dauðans“, o.s.frv. I heild birta flestar framangreindra líkinga í ljóðum Steins samsetningu ósamræmanlegra liða, og má það ótvírætt kallast megineinkenni þessara ljóða Steins, bæði Tímans og vatnsins og annarra svipaðra ljóða frá síðustu árum hans. Sértökum er líkt við ljós, hljóð, angan, hús og fjall. Til- finningum og ljósi er líkt við blóm, hugsunum við hesta og bráðið vax; en draumi, dögum, myrkri, nótt, rödd og hugsunum er líkt við fugl, myrkri er auk þess líkt við hjól; vængjaþyt við ljós, hönd við fugl og sprengju, og svo mætti áfram telja. En svo sundurleit atriði sem hér eru tengd, verða líking- amar þó enn framandlegri við myndrænar lýsingar. Hvað varðar persónugervingar, ber mest á sértökum í mannen utan vág Lindegrens, þær eru helmingur persónugevinga þar. Olíkt þeirri hefð að gera sértök skynjanleg líkt og persónur klassískrar goðafræði, þá eru hér kenniliður og myndliður í sláandi andstæðum. Sértök eru aftur á móti aðeins þriðjungur persónugervinga Steins, mest ber þar á náttúrufyrirbærum, skv. íslenskri hefð. En hegðan persónugervinga Steins er mjög sérkennileg, líkt og hjá Lindegren, og raunar einnig í ljóðum Halldórs Laxness frá miðjum þriðja áratug aldarinnar. Bæði í mannen utan vág, Tímanum og vatninu og Lokaljóðum Steins er mest um að sértök séu tengd hlutlægum fyrirbærum í ýmisskonar líkingum, en litlu minna er um að hlutlægu sé líkt við hlutlægt (hlutföllin eru 4/3 eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.