Andvari - 01.01.2005, Page 150
148
ÖRN ÓLAFSSON
ANDVARI
minna). í mannen utan vág er miklu meira um eignarfallssambönd en viðlík-
ingar, en hvorttveggja er ámóta áberandi hjá Steini. Sjaldan líkir hann hlut-
lægu við hlutlægt í eignarfallssamböndum, en oft í viðlíkingum og nokkuð
í öðrum líkingum. Annars verður ekki greindur neinn afgerandi munur á
notkun þessara mismunandi forma. Öll eru þau notuð til að hlutgera tilfinn-
ingar og sértök; „Draumur minn glóði/ í dulkvikri báru“ - (líking) - „blóm
dauðans“ „hvít birta harms míns“ (eignarfallssambönd) „svaf trú mín og ást/
eins og tvílitt blóm“ „Sorg mín glitraði/ í grunnsævi þínu/ einsog gult raf ‘
(viðlíkingar).
Halldór Laxness hóf surrealismann í íslenskum ljóðum um miðjan þriðja
áratug 20. aldar. Það varð þó skammvinnt skeið, en tveimur áratugum síðar
gekk Steinn Steinarr að nýju fram á því sviði, með róttæka endumýjun
íslensks ljóðmáls. Augljóst er þó af framangreindum dæmum, að fyrirmynd
hans, mannen utan vág eftir Erik Lindegren gekk lengra í þessu en Steinn.
Ljóð Steins utan Ijóðasafns hans
Þögn Tveir draumar
Rennandi vatn, risblár dagur, raddlaus nótt. Lát dauðvona þrá mína skjóta djúpum rótum í draum þinn.
Um þrefalda leið minna leyndustu drauma hef ég líf mitt sótt Lát blóð þitt drjúpa eins og dökkt regn yfir draum minn.
Meðan þögn mín rann út í þrotlaust djúpið, þungt og hljótt. Lát harm okkar beggja verða hamingja sjálfs sín í hinsta sinn.
Samstilling Liðinn dagur
Rautt gler gömul vísa, gult blóm. Um mitt dulráða andlit fer dimmblár skuggi dagsins í gær.
Ég hef leikið mér daglangt eins og lítill krakki við lit og hlóm. Ég sé hönd þína bærast í blóðstokknu ljósinu eins og blóm sem grær.
Og umhverfís beið mín hin eilífa veröld auð og tóm. Meðan draumur minn felst undir drúpandi vængjum dagsins í gær.