Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 11

Andvari - 01.01.1933, Page 11
Andvari Klemens Jónsson ráÖherra. 7 ekki ætíð stefnutastur í stjórnmálunum. Hann var ekki vel fallinn til þess að vera flokksmaður, sízt þegar deilurnar eru svo harðar, að ekki má finna neitt gott í fari andstæðingaflokksins. Hann var allt af í heima- stjórnarflokkum, þótt hann gæti ekki fylgt honum að öll- um málum á þingi. Eins og vænta mátti, voru samgöngu- málin einkum áhugamál Klemensar. Beitti hann sér mjög fyrir það að útvega fé til vegagerða. Á alþingi 1895 var hann formaður í samgöngumálanefnd í neðri deild. Sú nefnd Iagði til, að landið léti smíða gufuskip til strand- ferða. Skyldi það hafa rúm fyrir 100 farþega. Enn fremur að stjórnin léti leggja síma til íslands. í ýms- um þjóðfélagsmálum var hann frjálslyndari en flestir aðrir þingmenn og meira i samræmi við kröfur tímanna. Komu hér fram áhrif þau, er hann hafði orðið fyrir á Hafnarárum. Á þinginu 1893 Iá fyrir frumvarp um leys- ing vistarbandsins. Klemens studdi það, en sagði jafn- framt, að nauðsynlegt væri, að endurskoða nálega alla þjóðfélagslöggjöf vora. Hann kom síðar fram með nokkrar tillögur, til dæmis um borgaralegt hjónaband þjóðkirkjumanna. Á hinu fyrsta þingi, er haldið var, eftir að alþingi var endurreist, flutti Jón Sigurðsson tillögu um stofnun þjóðskóla á íslandi. Þótt meining frumvarpsins sé nokk- uð óljós, þá verður það varla skilið öðru vísi en svo, að hér sé átt við fullkominn háskóla. Þótt ekki yrði að fram- kvæmdum að sinni, þá var þó prestaskólinn stofnaður og síðar læknaskólinn. Benedikt Sveinsson flutti frum- varp um stofnun háskóla á alþingi 1881; þetta mál var ekki útrætt á þinginu, en var samþykkt á alþingi 1883, en var neitað staðfestinga? af konungi. Á alþingi 1893 fluttu svo þeir Klemens Jónsson og Skúli Thoroddsen frumvarp um stofnun lagaskóla á ís-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.