Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1933, Síða 13

Andvari - 01.01.1933, Síða 13
Andvari Klemens Jónsson ráðherra. 9 áfram, ef stjórnin væri ófáanleg til þess að verða við kröfum heimastjórnarflokksins. Lét hann þá skoðun í ljós á leiðarþingi á Akureyri 15. okt. 1901, að ef stjórnin vildi ekki veita íslendingum meiri sjálfsstjórn en fælist í frumvarpi Valtýinga, þá sæi hann ekki á- stæðu til þess að halda baráttunni áfram, heldur ganga að frumvarpinu, þótt það væri ekki svo gott sem æski- legt hefði verið. Þessi ummæli vöktu mikla eftirtekt, og sumir heimastjórnarmenn litu svo á sem Klemens hefði brugðizt flokknum og gengið í lið með Valtýingum. í Eyjafirði var vakin talsverð hreyfing fyrir því, að endur- kjósa hann ekki við kosningarnar, er þá fóru í hönd. Úr þessu varð þó ekki. Við kosningar 1902 var Kle- mens kosinn með öllum atkvæðum. Þessi afstaða Klemens til stjórnarskrármálsins veikti stöðu hans í flokknum, og það mun aldrei hafa gróið um heilt milli hans og sumra ráðandi manna í flokknum. Margir höfðu búizt við því, að Klemens yrði ráð- herra, er nýja stjórnarskráin gekk í gildi, en það varð ekki, eins og kunnugt er, í stað þess varð hann land- ritari 2. mars 1904. Landritaraembættið var alleinkennileg stofnun, að því er mönnum nú virðist, en í þá daga var það mjög gagnlegt. Meðan hið nýja stjórnarfar var að festast, þá var mikils virði, að annar æðsti embættismaður lands- ins var óháður þingflokkum og sat kyrr, þótt ráðherra- skipti væru. Hann hlaut að fá víðtæka þekkingu á landsmálum og ráða miklu um úrslit þeirra, enda þótt lítið bæri á, vegna þess hvernig embættinu var hagað. Klemens gekk að hinu nýja embætti með sínum vana- lega dugnaði, en auk þess voru honum falin ýms önn- ur störf á hendur. Hann var skipaður formaður í milli- þinganefnd í skattamálum 1907, og sömuleiðis í milli-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.