Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 15

Andvari - 01.01.1933, Page 15
Andvari Klemens Jónsson ráÖherra. 11 Títan hér á landi. Hlemens tók mikinn þátt í ýmsum félagsskap. Má einkum geta þess, að hann starfaði mikið fyrir Oddfellowregluna, og uar um langt skeið æðsti maður hennar hér á landi. Þótt Hlemens hefði nógum störfum að sinna við sagnfræðirannsóknir og ýms önnur mál, þá mun hon- nm þó hafa þótt tómlegt að vera embættislaus og kom- inn út úr stjórnmálum. Hann tók því við atvinnumála- ráðherraembættinu í ráðuneyti Sigurðar Eggerz 7. mars 1922. Kom þetta mörgum á óvart, því að Klemens hafði um langt skeið verið utan flokka, og var almennt bú- izt við, að hann mundi ekki taka þátt í stjórnmál- am oftar. Það voru sjálfstæðisflokkarnir á þingi og framsókn- arflokkurinn, sem höfðu ráðið stjórnarskiptunum, en lítil samvinna varð milli flokkanna, og tímarnir voru á ýms- an hátt erfiðir, en annars er ekki enn þá hægt að skrifa sögu þess ráðuneytis. Til þess liggja viðburðirnir of nærri. Klemens gekk í framsóknarflokkinn og var kosinn á þing í Rangárvallasýslu 1924, tuttugu árum eftir að hann hafði lagt niður þingmennsku í Eyjafirði. Hann sat á þingi til 1927. Frá 18. apríl 1923 til 22. mars 1924 gegndi hann einnig störfum fjármálaráðherra, en þá veik ráðuneytið úr völdum. Eftir að Klemens hvarf af þingi, tók hann ekki þátt í stjórnmálum, enda var þá heilsu hans tekið að hnigna, en hann vann að ritstörfum, meðan heilsan leyfði. Ritstörfin voru þriðji þátturinn í æfistarfi Klemens, því að þótt hann um langt skeið gegndi hinum mikilvæg- ustu embættum, þá er starf hans í þágu íslenzkrar sögu og ættfræði ekki síður merkilegt. Hann átti ekki heldur langt að sækja áhuga sinn á þeim fræðum, því að faðir hans var alkunnur grúskari. Klemens byrjaði þegar í

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.