Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 26

Andvari - 01.01.1933, Side 26
22 Piskirannsóknir. Andvari þörungamergðin, að vorgróðurinn var nú kominn í sjó- inn, og búið að »bera á borð« fyrir smælingja dýraríkis- ins, krabbalirfurnar. Af Drifvíkurgrunni héldum vér svo að morgni hins 18. maí norður fyrir land, ætluðum að leita á Hólnum í Álsbrún, en hættum við og héldum viðstöðulaust norður á Skagagrunn. Mældi ég yfirborðs- og lofthitann öðru hvoru á leiðinni; hann var: viö Ðjargtanga 18/s, 12 hád. 5,1° i sjó, 3,2° í lofti út af Önundarfirði — 5'/2 e. m. 4,3° - — 4,o° - — - - Kögri — 85/4 e. m. 4,1° - — 3,4° - — á Skagagrunni 19/s, 8, f. m. 4,5° - — 5,5° - — Á milli Horns og Rauðanúps á Sléttu gengur, sem kunnugt er, mikill og breiður flói inn í norðurströnd landsins og er af (sunnlenzkum?) fiskimönnum oft nefndur Norðurflói. Inn úr honum ganga svo hinir al- þekktu flóar, Húnaflói, Skagafjörður o. s. frv. og kemur aðallega Húnaflói hér við sögu. Misdýpi er mjög mikið í Norðurflóa. Inn frá hafinu fyrir utan (íshafinu) ganga djúp eða álar inn i hina minni flóa, en grunn á milli. Út frá Ströndum gengur hið mikla Strandagrunn langf til hafs (norður fyrir 67° n. br.) vestan við Húnaflóa- djúpið,1) og inn í austurbrún þess skerst Reykjarfjarð- áll, en milli hans og Húnaflóaáls, sem gengur suður úr Húnaflóadjúpi, langt suður í Húnaflóa,2) er Kólkugrunn3) eins og Iöng tunga (og af fiskimönnum stundum nefnt Tungan) milli nefndra ála. Út af Skaga gengur grunn, 1) Stærð grunnanna er hér miðuð við 200 m dýptarlínuna, sbr. kortið, sem fylgir fiskabók höfundar. 2) Húnaflói er hér talinn frá línu milli Reykjaness á Strönd- um og Rifsness á Skaga. 3) Nefnt af höf. eftir hinum fraega sjógárpi Norðurlands, Þor- birni Kólku.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.