Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 30

Andvari - 01.01.1933, Side 30
26 Fiskirannsóknir. Andvari 5-skipt, oftast poki eða 2-skipt. Þarna voru 8—10 ísl togarar í kringum oss fyrsta daginn, en urðu flestir 18; 1 ísl. lóðaskip og 1 færeyskur kúttari voru þar og. Veðrið var hið ákjósanlegasta: andvari á SV—SA, eða blæja-logn og sólskin alla dagana, rétt eins og um hásumar. All-margar fiskategundir var þarna að fá, fleira en ég hafði búist við á þessum slóðum, úti í íshafinu, í kringum heimskautabauginn, en áhrif Golfstraumsins eru mikil á þessum slóðum, svo að hitinn niðri í sjónum er miklu hærri en vera mundi, ef kaldi straumurinn (Pól- straumurinn) réði. Því miður gat ég ekki mælt hitann djúpt niður, en gera má ráð fyrir, að hann hafi verið svipaður við botn og yfirborð (o: 4,5—5,3°) á grunninu og eitthvað lægri við botninn niðri í áinum. Yfirborðs- hitinn var eitthvað lítið meiri en vera átti. Af einstökum fiskum var þorskurínn í miklum meiri hluta, stór og smár, mest þó stór þorskur, svo að talið var, að 400 færu í vænan poka. Uppi á grunninu var að vísu mest af þorski og stútungi, innan um ýmsan annan fisk, en í hallanum og niðri í djúpinu var fiskur- inn mestmegnis stór þorskur. En innanum stærri fisk* ana varð öðru hvoru vart við smáþyrskling (kóð), bæði á grunninu (í eitt skipti margt) og í álnum, (sjá frekara eíðar). — Fiskurinn var yfirleitt magur, líkt og á Drit- víkurgrunni, en feitari á lifrina. í mögum sumra var dá- lítið af meira eða minna meltu augnasíii (Rhoda), sem fiskurinn hafði etið fyrir skömmu, og sá sem hafði mest af því í sér, virtist nokkuð feitari; annars var töluverí af niðurburði (slor, hryggir, karfi og þyrsklingur) í sum- um, en allur þorrinn var með tóman maga. — Lang- flest af fiskinum var kynsþroskaður fiskur, og þá yfir- leitt allur gotinn; þó var einstaka fiskur, einkum hæng-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.