Andvari - 01.01.1933, Síða 33
Andvari
Fiskirannsóknir.
29
var, eða uppi á grunnbrúninni var mergð af svömpum,
sem líktust kartöflum að lögun og stærð og aðrir flatir,
sæköngulóm, mosakóröllum og polýpum, einstaka kuðunga-
krabbar og kampalampi, 1 lítil flæðarmús, 1 stór ígulker
lEchinus esculentus), sem annars er helzt að sjá við S-
°9 SV-Ströndina, og nokkurar sæstjörnur. Annars voru
samskonar botndýr í öllum hallanum og úti í álnum,
einsog uppi á brúninni, nema lítið eða ekkert af svömp-
um. — Af því sem sást af augnasíli (Rhoda) í fiska-
•nögum, var það bert, að mikið var af því þarna, þótt
þess yrði ekki vart við yfirborðið, því að það var stund-
u>n alveg nýgleypt í ufsanum. Af rauðátu (Calanus)
fékk ég oftast dálítið í háf, sem ég dró við yfirborð
við skipshliðina og mikið af kísilþörungum, sem komnir
voru í fullan blóma, og grugguðu sjóinn. Egg fann ég
engin.
Eftir 3 daga var fiskur farinn að tregast á þessum
slóðum og kipptum vér því árla morguns 22. maí vest-
Ur yfir álinn, yfir á Kólkugrunn og fiskuðum þar og í
innanverðum Reykjarfjarðarál næstu 3 daga og öfluð-
um vel, tíðast á 100—115 fðm., fengum 23—29 poka
á dag í 10—15 dráttum, eða að jafnaði 2 poka í drætti,
West 6-skift. Fiskurinn var í heild tekið líkur og á hinu
svæðinu, langmest þorskur, nokkuð af stútungi og lítið
eitt af smáþyrsklingi.1) Auk þess dálítið af ufsa og
kiirlýsu og allmikið af miðlungskarfa og einstaka stórir
!) Lottskeyfamaðurinn, Hilmar Norðfjörð, mældi all-mikið af
þorski á ýmsum þessum svæðum, fyrir Árna Friðriksson, fiski-
fræðing. Hefir Árni aldursákvarðað allan þennan fisk og birt út-
komuna í skýrslu sinni til Fiskifélagsins 1931, bls. 64. Aðalútkom-
an var sú, að allur þorrinn af fiskinum var 7—9 vetra og hinn
allra-smæsti (kóðin) 2—3 vetra og mest af honum (og 4—5 vetra
fiski) á Strandagrunni.