Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1933, Síða 34

Andvari - 01.01.1933, Síða 34
30 Fiskirannsókuir. Andvari niðri í álnum. Hér fengust líka 3 flyðrur vænar, auk smálúðu og 1 langlúra. Ennfremur varð vart við smá- löngu og smákeilu, sem sýndu eitthvað »hlýlegri« sjó. 4—5 togarar voru hjá oss, 1 frönsk skonnorta og 1 —2 mótorbátar. A hvítasunnudag vorum vér inni á enda álsins eða jafnvel fyrir innan hann (o: 75 sjóm. NNA af Reykjaneshyrnu), á 60 - 70 fðm. Þar var botninn töluvert »sár«, eins og fiskimenn segja, með miklu af smáfest- um, »hnúskum« og mosakóröllum, greinilega lítið »tog- aður«. Þar fékkst nokkuð af smáþyrsklingi (ca 20 cm.) og virtist sem enn smærri kóð hefðu smogið vörpuna. Hér var ánnars líkur munur á botnlagi á grunninu og í áln- um, eins og endrnær: harðari botn, með meira af botndýr- um, á grunninu, blautur botn, með litlu af botndýrum, í álnum. Um magainnihald fisksins hér var eins háttað og áður, nema meira af augnasíli, mestmegnis nýju. Örfáir fiskar (hængar) voru enn ógotnir. Engin egg fundust. — Á báðum þessum stöðum varð vart við stútung og þorsk, með rauðleitum lit, líkt og þaraþyrsklingur, en daufari. Á Skagagrunni er þari, þar sem grynnst er, eins og áður er minnst á, og þar hefði fiskurinn, sem þar fékkst getað litast, og hugsanlegt, að hinn fiskurinn hefði verið á rauðum kóralbotni inni við Strandabrekana. — Ég mun víkja betur að þessu atriði síðar. Síðari hluta hvítasunnudags kipptum vér út á enda Kólkugrunns, og köstuðum þar hjá 8—9 öðrum togur- um. Var þar gnægð fisks, eins og annarsstaðar úti fyrir Ströndum, það er til spurðist, en vér urðum að hætta um kveldið, af því að saltið var þrotið og héldum vér viðstöðulaust til Siglufjarðar, til þess að fá salt af birgðum þeim, er Kveldúlfur átti þar. Komum vér í Siglufjarðarmynnið kl. 8 að morgni annars og lögð- umst þar til þess að ljúka við aðgerð. Svo var farið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.