Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 41

Andvari - 01.01.1933, Page 41
Andvari Fiskirannsókuir. 37 NV af Rif, úf í Djúpálinn, af ca 60 fðtn dýpi á brún- inni og niður í 110 fðm. niðri í álnum. Hlein þessi er ca 3 sjóm. á lengd, með þverhníptan 40—50 fðm. háan hamravegg gegn S og álsdýpinu, en aflíðandi út eftir og niður í álinn, all-breið uppi við brúnina, en mjókkar út * álinn og stendur þar fram eins og horn. Uppi er hún flöt og slétt, en ekki breiðari en það að vanaleg botn- varpa kemst þar varla fyrir og hættir öðrum hleranum við að fara út af veggjarbrúninni, ef ekki er gætt vel að.1) t>arna er mjög fisksælt, bæði uppi á hleininni og mðri í brekkunni, undir veggnum og er varpan dregin ýmist eftir hleininni niður í álinn og til baka, upp brekk- nna, með fram veggnum, eða þá hinsegin, ofan brekk- una og upp hleinina. Tekur hver dráttur nál. 1 klst., en það þarf að draga með mikilli nákvæmni, hvora leiðina sem dregið er, því ekkert má út af bera, svo að varp- «n lendi ekki í hamraveggnum eða hrapi fram af honum. Það er því áríðandi að glöggt sé miðað (líkt og við Hraunið á Selvogsbanka), en miðin eru langt burtu og því erfitt að sjá til þeirra, ef ekki er sæmilega gott skyggni. Hamraveggurinn stefnir bil beggja á Hælavíkur- bjarg og Hornbjarg og leiðin meðfram honum sömuleiðis; eru þau því miðuð saman, þegar finna skal hamravegg- *nn. Einnig má miða við þau, hvort verið er uppi á brúninni, eða niðri í álnum, en það er gert með því að miða Bjarnanúp við Ritinn: Núpurinn aðeins fram Ur Ritnum, uppi á brúninni, og fönn ein norðan í núpnum aðeins sýnileg fram úr Rit, niðri í álnum. Þegar við komum á staðinn, var svo bjart, að til !) 011 þessi lysing er byggð á hinum nákvæmu athugunun Guðmundar skipstjóra. Reglulegar djúpmælingar hafa því miður «kki verið gerðar þarna enn, og staðurinn ekki einusinni sýndur á kortinu.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.