Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 44
40
Fiskirannsóknir.
Andvari
miður enn þá mjög ófullkomin og ítarleg rannsókn á
þeim eitt af verkefnum framtíðarinnar.
Allur þorrinn af hinum þroskaða þorski var útgotinn,
einstaka, helst hængar, enn ógotnir eða gjótandi og
sumir smáir. Einn þorskur hafði á sér Da-merki, sett á
hann við Vestmanneyjar fyrir rúmum mánuði. Má af
því ráða, að eitthvað, og ef til vill ekki svo fátt af þeiim
þorski, sem þarna var kominn, hafi verið til hrygningar
við suðurströnd landsins, þá um vorið. — Af ufsa var
slæðingur, bæði stór- og miðlungs, troðinn af augnasíii,
eins og þegar er tekið fram, en annars var ekkert frek-
ara við hann að athuga. — Af ýsu var töiuvert, bæði
á brúninni og í djúpinu; af stórýsu var fátt, fleira af
kurlýsu, en lang-mest af smáýsu (tvæ—þreveturri) og
veturgömlum ýsuseiðum (10 —15 cm); og ýsuseiðin
voru ekki aðeins mörg hér, heldur einnig á miðunum
syðra. Síðar varð þeirra vart í mergð í Faxaflóa og við
Austfirði á »Dönu* (sbr. 11. tbi. Ægis 1932, og það
sem sagt var hér að framan, bls. 27 neðanmáis). Það
hefir auðsjáanlega verið mikið ýsuklak hér við land
1931, og ætti því á næstu árum að verða mikið af smá-
ýsu, kurlýsu og síðar af stórýsu, ef þetta ungviði nær
að vaxa upp án stórra affalla.
Viðvíkjandi öðrum fiskum má geta þess, að slangur
var af karfa, eins og vant er, mest miðlungs, og helzt
þar sem dýpst var og botn harður. — Af s t e i n b í t
var all-margt og fiskurinn af mesta dýpinu einkennilega
Ijós á lit og einlitur (bar lítið á þverrákunum); má vera,
að það hafi verið vegna myrkursins niðri á svo miklu
dýpi. Steinbíturinn var yfirleitt bráðlifandi, þegar hann
kom úr vörpunni og var oft sendur heim aftur hið
fljótasta og er það lofsverð viðleitni togaramanna tii
að bjarga því sem auðið er frá arðlausu drápi. —