Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 45

Andvari - 01.01.1933, Page 45
Audvari Fiskirannsóknir. 41 Hlýra og blágómu varð og vart við, en aðeins sárafátt af báðum. — Af löngu sá eg aðeins 1 smá- löngu. — Af lúðu fekkst einstaka flyðra, nokkurar stofnlúður og slangur af smálúðu (lokum). Af öðrum flatfiskum fekkst nokkuð af miðlungs-skarkola, smá- skrápflúru, sandkola og einstaka þykkvalúra langlúra, mest á Miðvíkum. — Loks var nokkuð aftindaskötu. Af óæðri dýrum var, að augnasílinu frátöldu, íremur fátt. í háf við skipið fengust aðeins kísilþörung- ar; engin rauðáta né fiskaegg. Af botndýrum bar mest á mosakóröllum (Membranipora), polýpum og, inni á Miðvíkum, mergð af rauðum saefífil, sem virðist hafa þakið botninn þar á blettum. í sambandi við það vil eg geta þess, að töluvert bar á rauðum lit á all- •nörgum þorskum og stútungum, eins og þeir hefðu verið á þaragrunni (sbr. bls. 30). Það hefðu þeir senni- !ega getað, því að ekki var þaðan svo ýkja-langt til íands. En mér datt líka í hug, að þessi fiskur hefði legið á sæfíflabotninum og litast eftir honum. Botninn á þessum slóðum er (að undanteknum hamra- veggnum á Hólnum) yfirleitt góður fyrir vörpuna, festur litlar (lausir basaltsteinar koma við og við upp), enda hefir hann verið plægður lengi af útl. og innl. togurum. Það er töluvert fiskað hér á vorin í júní (nu var fiskur hér óvanalega snemma á ferðinni), en þó einkum á haustin; mest eru það Englendingar. Þeim þykir fljótlegt að skríða í skjól á Aðalvík eða Önundarfirði, ef hano rÝkur upp á austan (þ. e. norðaustan). — Nú var fátt 'Jtn skip á þessum slóðum; fyrstu dagana aðeins 1 skip hjá oss, svo bættust við 3—4 og að lokum voru þau orðin 8-10, flest íslenzk, sem komu norðan fyrir land, höfðu ætlað á Hvalsbak, en hann brást og á Skaga-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.