Andvari - 01.01.1933, Page 50
46
Fiskirannsóknir.
Andvari
að fiska á færi við botn, urðu ekki varir. Svona hafði
það þá verið undanfarna daga hjá fleiri skipum, þorskur
til og frá uppi um allan sjó (sjá og skýrslu 1929—30,
bls. 74). Mætti ekki fá hann á flotlóðir (kaflínur), þegar
svona stendur á?1)
Nóg tækifæri bauðst mér til að sjá nýveidda síld,
*og athugaði ég allmargt af henni, að nokkuru leyti í
félagi við Árna Friðriksson; en þar sem hann gefur sig
sérstaklega við sfldarrannsóknum, þá skal ég ekki fjöl-
frða um mínar athuganir.
Sagt var mér, að mikil loðna hefði verið í fiski á
Siglufjarðarmiðum á útmánuðum síðustu 3 ár, og í mars
þetta ár (1931) hafði mikil loðna verið inni í Siglufirði,
og svo hefir það líka verið við Eyjafjörð og víst víðar
& Norðurlandi, samtimis því, að hennar hefir tæplega
orðið vart við Suðurland þessi sömu ár (og í vetur er
leið). Stendur þessi breyting á háttum loðnunnar senni-
lega í sambandi við hærri hita í sjó við Norðurland en
endranær, hita sem er svo hár (6°), að hún þarf ekki
að fara suður fyrir land til hrygningar. Á hinu sama
hefir borið mikið við V strönd Grænlands þessi sömu
ár: Loðnan hefir þar haldið sig norðar en vanalega.
Vöðuselur hafði verið inni á firðinum um sumar-
xiálin, alveg inni við eyrina og mjög spakur. Er hann
nú orðinn allsjaldséður gestur við Norðurland, á við
það sem áður var (sbr. bók höf.: Spendýrin, bls. 168—
181).
»Rauðáta* hafði verið í fiski og í sjónum á Siglu-
fjarðarmiðum og á Skagagrunni þetta vor (1931); en
1) Geir Sigurösson skipstjóri segir mér, að þorskurinn vaðí
oft uppi kringum reknetin, þegar verið er að draga þau, og rtfi
sfldina úr þeim og fáist þá oft á öngul, ásamt stórufsa, ef færi
er rennt.