Andvari - 01.01.1933, Qupperneq 54
/
50 Fiskirannsóknir. Andvari
í sfútungi, oeiddum úti í fióanum, fann ég sandsíli,
og margt var af svartfugli, aðallega stuttnefju, að fiska
eitlhvað við eyrina um morguninn, sem ég kom þangað.
Geri ég ráð fyrir að það hafi verið sandsíli. Sandsíli er
rnikið um á þessum slóðum, eins og eðlilegt er, þar
sem svo mikill er skeljasandurinn, og eins er þar oft
mikið af kópsíld og smárri millisíld í firðinum og svart-
fuglinn, sem skotinn er þarna á veturna, kvað vera full-
«r af smásíld, sandsíli og einhverri »átu*. í fyrra vor
og í vor, er leið, safnaði Eyjólfur Sveinsson á Lamba-
vatni fyrir mig »átu« úr svartfugls (lunda og stuttnefju)
mögum; var í fiestum fuglanna eitthvert óþekkjanlegt
mauk, en í nokkurum voru skoltar úr skera (Nereis)
og í einum kvarnir úr spærling. Athuganir Dr. Tánings
á þorskseiða-áti svartfuglsins á sumrin, undir Látra-
bjargi, munu vera mörgum kunnar úr »Ægi«, 24. árg.,
bls. 213.
>Dana« ætlaði að veiða veturgömul þorskseiði og
seiði á 1. ári við Eyrarnar, meðan hún stóð þar við,
en fekk lítið. — Við Vatneyrarbryggjuna sá ég dálítið
af þorsk- og ufsaseiðum á 1. ári og veturgömlum ufsa-
seiði, fyrsta daginn, sem ég dvaldi þar, en úr því ekki,
en þar var að staðaldri margt af sandkola og einstaka
skarkoli, smár. Einn daginn fór Ólafur með mig á bát
sínum inn í Ósafjörð, en svo heitir vogur, sem skerst
austur úr botni Patreksfjarðar — en ekkert sá ég þar
af fiskaseiðum eða öðrum fiski, enda þótt auðvelt væri
að sjá í botn þar með landinu, en þar var margt af
æðarblikum í litaskiptum.
A Vatneyri kynntist ég skipstjóranum á »GyIfa« (áður
á »Leikni«), Jóhanni Péturssyni, ættuðum úr Hraunum
syðra. Gat hann frætt mig um margt af langri reynslu.
Á Vatneyri er allstór tjörn, sem eyrin hefir nafn af„