Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 63

Andvari - 01.01.1933, Page 63
Andvari Fiskirannsóknir. 59 aður, vegna smaeðar) og síld á ýmissi staerð, kopsíld, millisíld og jafnvel stórsíld. Af kópsíld er oft mikii mergð og spurning, hvort ekki mætti gera sér meiri mat úr henni, en orðið er, (sjá frekara skýrslu mína 1909-10, bls. 69—72). Silungur, einkum >sjóreyðurc (sjógengin bleikja), sem gengur til hrygningar upp * Hvítá, er oft mikill í firðinum, og var áður fyrri veitt all-margt af honum við klappirnar í Borgarnesi, þar sem hann var að snuðra eftir marfló. F. Hvalaathuganir o. fl. Hin síðari árin hefi ég á ferðum mínum veitt hvöl- “m athygli, eftir mætti og aflað mér upplýsinga um þá a ýmsum stöðum, hjá athugulum mönnum og birt út- komuna öðru hvoru í skýrslum mínum. í Grindavík verður oft vart við hvali á sumrin og haustin, hin síð- ar* árin, en lítið sem ekkert á vorin. Sumarið 1931 sáu bræðurnir á Húsatóptum 2 hvali vestur undir Reykja- nesi, sem eftir lýsingunni að dæma virtust hafa verið steypireyður og hnúfubakur1), og í miðjum okt. s. á. sáu t>eir margt af hvölum framundan Stað og virtust það kafa verið háhyrnur og höfrungar, sem annars eru, eink- “m háhyrnurnar, mjög tíð á vetrarvertíðinni, einkum síðari hluta hennar og ekki ótíð endranær. Aftur á móti öfðu menn ekki varir við hvali í Grindavíkursjó í sumar er leið, en maður sem kom frá Vestmanneyjum í októ- ðerbyrjun í haust er leið, sagði mér að hann hefði seð aM-margt af stórhvelum út af Grindavík, vestarlega, án þess að hann hefði getað greint, hver þau voru. Á ferð minni til Kaupmannahafnar í síðastl. septem- 1) Viðvíkjandi útliti hvala og einkennum á ýmsum tegundum heirra get ég nú vísað í áðurgreinda bók mína: SpendÝrin.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.