Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 68

Andvari - 01.01.1933, Side 68
64 Fiskiranusóknir. Andvari gömlu kort og með aðsfoÖ margra kunnugra manna, að leiðrétta, þar sem þess var þörf — og það var víða —. Hefi ég þegar á þenna hátt yfirfarið öll partakortin frá Vestra-Horni til Eyjafjarðar, sunnan um land og Vitamála- skrifstofan hefir svo sent þau til Sjókortasafnsins. — Enn- fremur hefi ég fengið því til vegar komið, að nú verður fullt samræmi á nöfnunum á sjó- og landkortunum, en á það vildi áður bresta all-mikið. Nú er þegar fyrir nokkuru komið út hið fyrsta af partakortunum í »r.ýja stýl«, Nr. 225, Vestra-Horn — Dyrhólaey og sérkortið Vestmannaeyjar — Selvogs- banki, Nr. 322, í stærri mælikvarða. Á þeim eru gerðar margar breytingar, samkvæmt því sem að ofan er sagt og þar er gerð ein breyting til og hún ekki ó- merkileg: Titillinn á íslenzku og allar skýringar og leið- beiningar á þrem tungumálum: dönsku, íslenzku og ensku, svo að kortin má í raun og veru telja íslenzk, aema hvað ekki þótti gerlegt (vegna útlendinga) að kalda stöfunum Þ og Ð í fslenzkum nöfnum. — Verður svo úr þessu haldið uppteknum hætti um sjókortagerð- ina, að minnsta kosti meðan komm. Ravn stjórnar henni, og megum vér íslendingar vera honum og próf. Norlund þakklátir fyrir, hve Iiðlega þeir hafa tekið í þetta mál, og vonandi læra íslenzkir sjómenn fljótt að meta kortin. Einhvern tíma kemur væntanlega að því, að vér tök- «m sjókortagerðina í vorar eiginhendur, og þá er oss í sjálfsvald sett að gera frekari breytingar á þeim, þar sem þess verður þörf. í janúar 1933.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.