Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1933, Síða 72

Andvari - 01.01.1933, Síða 72
68 Á Arnarvatnsheiði. Andvari um veginn fara í fyrsía sinni, sjálfsagt að ríða um þessa landskunnu lág. Frá Kalmanstungu tíi Vopnalágar er nálægt þriggja tíma lestagangur. Þá tekur við Þorvalds- háls; grýttur og gróðurlítill fláki, sem takmarkast af Hallmundarhrauni að sunnan, en Norðlingafljóti að norðan. Vfir hann er nálægt tveggja stunda lestaferð. Nokkuð sunnar en á miðjum Þorvaldshálsi liggur ó- ljós vegur norður að fljótinu frá aðalveginum. Þessi út- úrgata heitir Núpdælavegur, og Núpdælavað, þar sem vegurinn liggur yfir fljótið. Vegur sá liggur ofan í Núpsdal í Miðfirði. Er sú leið kölluð Tvídægra. Þegar Þorvaldshálsi lýkur, eftir nálægt fimm klukkustunda lesta- ferð frá Kalmanstungu, verður Norðlingafljót þvert fyrir veginum. Er nokkur lykkja þar á því, vegna beygju, sem það tekur til vesturs fyrir austurendann á Þorvaldshálsi. Þar er sæmilegt vað, sem heitir Norðlingavað. Þegar yfir fljótið er komið, byrja Arnarvatnshæðir. Alla leið frá byggð og þangað hækkar Iandið lítið eitt smátt og smátt, en nú taka við Arnarvatnshæðir, og úr því verður verður vegurinn meira á fótinn. Sést það bezt, ef til baka er litið, að um leið og þessi vegur teygir mann fjær og fjær öllum mannabyggðum, þá er hann líka jafnt og stöðugt að lypta manni hærra og hærra. Norð- lingafljót sýnir líka nokkuð glöggt þenna jafnlíðandi halla, því að alstaðar rennur það með miklum straumþunga, sem eykst þó að mun, þar sem það fellur fram sunn- an megin við Arnarvatnshæðir; þá er það orðið til hægri handar við veginn, frá því yfir það var farið á Norð- lingavaði. Það heitir Hæðarsporður norðan megin fljóts- ins, þar sem hæðirnar byrja. Fyrstu tvær klukkustund- irnar, sem farið er austur Arnarvatnshæðirnar, liggur vegurinn í nánd við Norðlingafljót og sumstaðar þétt við það. Er þá landið bæði grýtt og gróðurlítið til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.