Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 73

Andvari - 01.01.1933, Side 73
Andvari Á Arnarvatnsheiði. 69 beggja handa, en þá er loks komið í gróðursælt dal- verpi, sem heitir Álptakrókur. Það er lítið vatn, sem Núpavatn heitir. Þar er líka leitamannaskáli ásamt hest- húsi. Er þar náttból Borgfirðinga í haustleitum. Þaðan ^eygist þjóðvegurinn meira til norðurs, og er þá ekki Norðlendingafljót lengur til vegvísis. Fara nú hin mörgu heiðarvötn að sjást fleiri og fleiri, en að eins eru það stnávötn, sem næst eru veginum. Til hægri handar Stór- sfeinatjörn, Mordísarvatn og Leggjabrjótstjarnir. Þá er ^eiðitjörn nokkuð fjær til vinstri handar. Á sömu hönd, nokkuð austar, er stórt vatn, milli gróðurlausra holta; Það heitir Gunnarssonavatn. Það er dýpsta og óveiði- sælasta vatnið þar. Sú munnmælasaga er um Gunnarssonavatn, að bræð- Ur tveir, Gunnarssynir, hafi verið þar að silungsveiðum. ^e9ar komu þeirra seinkaði til byggða, var farið að leita þeirra. Fundust þeir þá dauðir við vatnið. Sáust Þá merki til þess, að þeir hefðu dáið frá silungsáti. Af tví ráða menn, að í þessu vatni væri baneitraður loð- silungur. Þessi trú festist svo f hugum fólksins, að sIranglega var bannað veiða silung í vatninu. Er það nú fyrst fyrir fáum árum að bann þetta hefir verið brotið, og með því er hin gamla trú úr sögunni um hinn eitraða loðsilung. Eftir þriggja stunda lestaferð úr Álptakróki, gegnum ^rjóstug holt, er Joksins komið á Svartarhæð sunnan ^egin við Arnarvatn stóra. Blasir þá nokkur hluti þess ^ikla vatns fyrir sjónum manns. Þaðan er víðsýni í ^llar áttir, einkum þó til vesturs. Sést þá yfir hina miklu ^iðarfláka til Holtavörðuheiðar, þar sem Tröllakirkja, með sínu mjallhvíta fsþaki, setur hinn mikla svip á lands- la9ið. Þar nema augu manna staðar í vesturátt. Þá olasa líka við fjallahnúkar í Húnavatnssýslu: Vatnsness-,

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.