Andvari - 01.01.1933, Síða 76
72
A Arnarvalnsheiði.
Andvari
manna, því að maiföng eru þar næg fyrir hendi, svo sem
silungur, egg, fjallagrös, — enn fremur holta- og hvanna-
rætur. Þá var líka auðvelt að taka álptir, er þær voru í
sárum, eða með öðrum orðum: ófleygar eftir fjaðra-
missi. Hallmundarhraun, sem liggur með fram allri Arn-
arvatnsheiði, milli Norðlingafljóts og suðurjökla, hefir
þó sekum mönnum fundizt öruggari griðastaður heldur
en Arnarvatnsheiði, enda eru margar sagnir um seka
menn, bæði fyrr og síðar, á þeim slóðum. Hefi ég á
öðrum stað nokkuð skrifað um síðustu útilegumennina,
sem þar héldust við. Það var á öðrum áratug 19. aldar,
sem síðasta útilegumannasagan gerðist í Hallmundar-
hrauni. Það var því ekki ástæðulaust, þótt útilegumanna-
trúin lifði lengur fram eftir öldinni og auðtrúa unglingar
hefðu nokkurn beyg af þeim stöðum, er slíkir atburðir
höfðu gerzt fyrir skömmum tima.
Þá var það enn siður, að hver bóndi úr nærliggjandi
sveitum lét afla grasa á Arnarvatnsheiði. Voru þá jafnan
rosknir og ráðnir menn leiðtogar í slíkum ferðum, sem
töluðu kjark í hina ungu. í þessar grasaferðir var farið
rétt fyrir sláttarbyrjun. Þá stóð allt í fegurstum sumar-
blóma á háheiðum. Svanir, himbrimar og mikill fjöldi
annarra vatnafugla syntu umhverfis hreiður sín og sungu
sætt og yndislega, hver með sínu nefi. Lækirnir liðu
fram silfurtærir og vökvuðu bakkablómin með sínum
glitrandi daggarúða. Það gat því í sumarblíðunni orðið
næstum himneskur unaður í þessari eyðilegu óbyggð,
fyrir þau börn náttúrunnar, sem höfðu opin augu og
eyru fyrir hennar miklu dýrð.
Hvergi hefi ég lifað við jafnbreytilegt sumarveður
sem á Arnarvatnsheiði. Þar veit ég dæmi til stórhríða
í öllum sumarmánuðum, en þar hefi ég líka vitað svo
mikinn lopthita eftir veturnætur, að frostlaust var um