Andvari - 01.01.1927, Page 10
8
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
sinn mest þeirraj allra, er hann sótti leiðsögn til í
Hafnarháskóla. Til lærdómsprófs stundaði hann mál-
fræði, grísku, latnesku og þýzku. Lauk hann kennara-
prófi 1894. Var hann þá veikur af landfarsótt (inflúenzu),
er hann leysti af höndum prófið, og þótti karlmenska
mikil að hverfa eigi frá; fekk hann því eigi notið sín
sem skyldi og samsvaraði þekkingu hans; hlaut hann
því II. einkunn. Jafnframt námi sínu í háskólanum lagði
Bjarni stund á skáldskap og ýmsar fræðigreinir. Þar
hafði Bjarni mikil kynni af þýzkum stúdent, inum al-
kunna rithöfundi mag. Carli Húchler. Hendu þeir hvor
öðrum sína tungu og bundu ævilanga vináttu. Síðan
dvaldist Bjarni um hríð í Þýzkalandi til þess að kynn-
ast sem bezt þýzkri tungu og menning. Talaði hann
þýzku betur en títt er um flesta Islendinga og nær sem
þarlandsmaður væri.
Að þessu loknu fór Bjarni til Islands og gerðist auka-
kennari í latínuskólanum. Það starf hafði hann með
höndum árin 1895—1904. Kendi hann þar að staðaldri
þýzku í öllum skólanum og jafnframt latínu og dönsku
í sumum bekkjum. Auk þess kendi hann stundum grísku
og stærðfræði um lengra eða skemra tíma í forföllum
annara kennara. Hann var ágætur kennari, hafði gott
lag á að gera kenslustundirnar ánægjulegar og fræddi
pilta um margt, er eigi kom við náminu, svo sem atriði
úr sálarfræði og eðlisfræði. A stjórnmál mintist hann al-
drei í tímum, svo að mig reki minni til. Hann talaði
fafnan þýzku við pilta í tímum við þýzkukenslu, eftir
því, sem fremst varð við komið. Þótti mörgum það erfitt
er skamt voru komnir, er Bjarni þóttist eigi skilja spurn-
ingar þeirra á íslenzku og ýtti að þeim að tala þýzku.
En með handleiðslu hans lærðu menn margar algengar
setningar og orðtök, löngu fyrr en þeir hefði ella mátt