Andvari - 01.01.1927, Síða 14
12
Ðjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
Þá birtist og eitt ið fyrsta kvæði Bjarna, er sunqið var
á íslendingafundi 3. febr. 1892. Er viðlag þetta:
„Meðan blóð er í æð,
ætfjörð hrein og köld,
fyrir þig vér berum brand og brynju og skjöld".
Almenningur heima á íslandi veitti kvæði þessu at-
hygli, og einkum varð mönnum stefið hugstætt. Var
höfundurinn þá fáum kunnur. En það kom síðar fram,
að sá hafði kveðið, er vopnanna þorði að neyta og bar
meðan til vanst.
Þá er Bjarni kom til Reykjavíkur eftir nám sitt ytra,
tók hann þegar mikinn þátt í störfum Stúdentafélag-
ins hér. Formaður félagsins var hann frá 1. des. 1900
til 19. okt. 1903, aftur 1906—7 og oftlega í stjórn þess
og lét flest mál þess mjög til sín taka. Er það fullvíst,
að hann starfaði miklu meira en nokkur annar maður í
Stúdentafélaginu um sína daga. ^Skal hér fyrst getið
tveggja mála. Vilhjálmur jónsson bar fram tillögu um
það, á fundi 10. nóv. 1897, að félagið skyldi gangast
fyrir samskotum til þess að reisa minnisvarða ]ónasi
skáldi Hallgrímssyni og skyldi hann upp kominn á aldar-
afmæli Jónasar. Tillagan var samþykt og var skipuð
sérstök nefnd til þess að standa fyrir málinu. Vilhjálms
naut við skemur en skyldi; hafði Bjarni síðan á hendi
forustu málsins. Bjarni vann með kappi og þrautseigju
og mikilli fyrirhöfn að fjársöfnun; var það gert bæði
með almennum samskotum, fyrirlestrum, happdrætti og
jafnvel sjónleikum, er Bjárni gekst fyrir. Vóru haldin
mörg »]ónasar-kvöld« í þessu skyni. Líkneski ]ónasar,
eftir Einar ]ónsson, var afhjúpað 16. nóv. 1907, undir
ræðu, sem Bjarni flutti. Þetta var fyrsta líkneski eftir
alíslenzkan listamann, er reist var á íslandi. Bjarni hafði