Andvari - 01.01.1927, Síða 24
22
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
eftir í fjærstu baksýn. Stúdentafélagið fylgdi Landvarnar-
stefnunni og var höfuðvígi þeirra ásamt »Ingólfi« og
fleiri blöðum, er flokkurinn gaf út, er fram í sótti.
(»Dagfari« á Eskifirði snemma árs 1906, »Valurinn« á
ísafirði um haustið s. á. og síðast »Fjallkonan« 1907).
Fóru fram umræður og vóru samþyktir gerðar í Stú-
dentafélaginu um öll in helztu mál, er á dagskrá þjóð-
arinnar vóru og flokkurinn tók upp eða vildi afskifti
veita. Hefir þetta starf félagsins, eða Landvarnarmanna
þar, verið »þagað í hel« eftir mætti. Eitt þeirra mála,
er félagið tókst forgöngu fyrir, var fánamálið (fyrst
1906) og áttu Landvarnarmenn um það lengi harðar
deilur og marga orrahríð við Heimástjórnarmenn. I öll-
um þessum athöfnum og skærum tók Ðjarni sinn þátt
fullkomlega með ritgerðum, fyrirlestrum og orðræðum
á mannfundum.
A þessu tímabili gerðust enn margir atburðir, sem
mikils orkuðu um málafylgi og afstöðu flokka, en of-
langt yrði að rekja það alt, jafnvel þótt fljótt væri yfir
sögu farið, og »varð alt seinna en segir«.
Friðrekur konungur VIII. tók við ríkjum í febrúar-
mánuði 1906. Var hann vinur Islendinga meiri en flestir
Danakonungar. Skömmu síðar bauð hann öllum al-
þingismönnum í nafni ríkisstjórnar og ríkisþings til Dan-
merkur á næsta sumri. — Þjóðræðismenn risu fyrst
gegn boði þessu, vildu eigi sinna því, heldur láta sína
fullirúa sitja heima. En Landvarnarmenn töldu boðið í
alla staði kurteislegt og vinsamlegt í vorn garð og því
skyldu að svara því með vinsemd. Þeir höfðu þá eigi
nema einn flokksmann á þingi, en hugðu þó, að gott
mætti af boðinu leiða, þar sem það var auðsælega
sprottið af stjórnmálahug konungs, en kváðust vilja, að
þingmenn héldi fast fram »fullkomnu sjálfstæði íslands