Andvari - 01.01.1927, Page 26
24
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvar
standa „konungur Danmerkur ásamt íslandi11, heldur „kon
ungur Danmerkur og Islands“.
4. Að ráðherra Islands vaeri framvegis skipaður með eigin-undir-
skrift eða undirskrift fráfarandi íslandsráðherra.
Utanförin og málaleitan þessi leiddi til konungskom-
unnar næsta ár og skipun millilandanefndarinnar. — Aður
frekara væri kunnugt um árangur fararinnar en tillögur
þær, sem þingmenn báru fram (og hafðar vóru eftir dönsk-
um blöðum), ritaði Bjarni um för þeirra á þessa leið:
„Alþingismönnum verður för þessi líklega til sóma. Hafa þeir
látið óvild og flokkaríg eftir á hillunni heima. Má bezt sjá þetta
þar á, að stjórnarsinnar hverfa að sama ráði um undirskriftina
sem hinir. Er og gott eitt um þeirra fjórliðuðu kröfu að segja.
Raunar er þriðji og fjórði liðurinn óþarfi, ef þeim fyrsta er ráðið
til réttra lykta. Af ræðum flestra þeirra hefir og heyrzt gott eitt.
Má blað þetta eigi láta ógetið þeirra orða, er Hannes Hafstein
sagði, að Islendingar vildu alt vinna sér til sjálfstæðis. „Ingólfur"
bauð honum þegar í öndverðu í flokk Landvarnarmanna og stend-
ur það boð enn, ef hann leggur alhug á vorn málstað, þóft margt
hafi nú á milli borið. . . .
Árangur fararinnar er þá orðinn sá, að þingmönnum vorum
mun léftari samvinna eftir en áður. Má og enginn þeirra nú við
mál þessi skiljast, fyrr en samningar eru komnir á um samband
(eða skilnað) landanna. Því að höfuðstarf þeirra í ferðinni er í
því fólgið, að þeir hafa Iosað um það bjarg, er Iegið hefir á sjálf-
sfæði voru frá 1871, nauðungavlögin, stöðulögin.
Þeir hafa nú gert sitt, ef þeir koma því til leiðar, að samningar
hefjist. En þjóðin á eftir að skipa fyrir um það, hverjar kröfur
megi gera minstar og eigi frá kvika.
Þær verða að vera þessar: lsland er sambandsland Danmerk-
ur, en eigi tindiv hana gefið, en hefiv sama konung. Þar af leiðir
að sjálfsögðu, að hann heitir hér konungur Islands og Danmerkur,
en þar konungur Danmerkur og Islands. Þar af leiðir enn, að
engum getur komið til hugar að skipa íslenzkan ráðherra með
danskri undirskrift. lsland hefir fult drottinvald yfir öllum sínum
málum, en viðskiftum iandanna er skipað með samningum, er
endurnýjast á fárra ára fresti. Hér af leiðir meðal annars, að al-