Andvari - 01.01.1927, Page 27
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi
25
drei gæti komið til mála að gera Dani jafnréttháa oss hér á landi,
þótt þeir léti hið sama í móti koma. Því að þeir eru þrítugfalt
fleiri en vér og auk þess miklu auðugri. Mundi þá skjótt deyja
hnittiyrði það, sem nú er algengt: jafnvétti þegnanna.
Þessar kröfur mun þjóðin láta fram bera af sinni hendi og eigj
leyfa að samningar takist, sé nokkurs í fátt. En verði oss neitað
um þessar réttlátu og hóflegu kröfur, þá gerum vér skilnað.
Þá mun sagt um þingmannaförina:
OFt verður stórt bál af litlum neista“.
Eftir heimkomu þingmanna heyrðist margt um ágætar
viðtökur og veizluhöld, en harðla fátt um kröfur þeirra
eða undirtektir Dana, nema afslepp og óákveðin orða-
tiltæki þeirra um það, að »taka málið til athugunar«,
»vænta góðs samkomulags« og þar fram eftir götum.
Meira tók að bera á losi og sundrung í stjórnarflokkn-
um og skömmu eftir heimkomuna kusu tólf þingmenn
flokksins sérstaka stjórn. Raddir heyrðust um það, er á
leið, að réttast væri að taka »stöðulögin« til meðferðar
af hálfu beggja aðilja og hvorttveggja löggjafarvaldið
samþykti þau síðan, »til þess að Danir einir gæti eigi
breytt þeim síðar«. Annars var mjög á huldu, hvað
þingmenn og stjórn ætlaðist fyrir. — I blöðum Dana
komu fram ýmsar fregnir um orðræður manna, í veizlu-
höldunum og síðar, og margar »heimsklegar« tillögur,
er sízt vóru til þess fallnar, að efla traust almennings á
Islandi um »árangur« fararinnar. — 1 einni veizluræðu
lét nafnkunnur Dani svo um mælt, að konungur hefði
viljað »byrja stjórn sína með því að tengja saman að-
skilda hluta hins danska konungsríkis. Sameining þess-
ara ríkishluta beggja megin hafsins myndar danska ríkið
eða Stóru-danmörku og innan hennar vébanda liggur
vor heimur, vor heimskringla«. — Eitt blaðið tekur fram,
að það sé »að eins eitt«, sem eigi að vera ófrávíkjan-
leg krafa Dana; það er: »jafnrétti þegnanna«, eða sami