Andvari - 01.01.1927, Síða 34
32
Ðjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
b. Fundurinn telur sjálfsagt, að Islendingar hafi sérstakan fána,
og felst á tillögur Stúdentafélagsins um gerð hans.
c. Fundurinn krefst þess, að þegnréttur vor sé íslenzkur.
2. Sökum þess, að alþingi var eigi rofið, þegar afráðið var að
skipa samninganefnd í sjálfstæðismálinu, skorar fundurinn á
alþingi og stjórn að sjá um, að nefndin verði eigi skipuð fprr
en kosið hefir verið til alþingis af nýju.
Að þessu loknu var fundi slitið. Síðar um kveldið áttu
margir fulltrúar með sér einkafund í tjaldi Landvarnar-
manna. Var þar enn rætt um samtök fundarmanna til
fylgis tillögum þeim, er gerðar höfðu verið. Kom alt vel
ásamt með mönnum. Skiidust allir glaðir og gunnreifir,
harðla ánægðir um úrslit fundarins.
Bjarni hafði átt mjög mikinn þátt að samþyktum
fundarins, enda var hann í tillögunefndinni og hafði
einnig látið mjög til sín taka á fundi, er fulltrúarnir áttu
með sér í Bárubúð í Reykjavík kveldið áður til undir-
búnings, allir þeir, er þá vóru staddir .í bænum og til
náðist. Undi hann og ið bezta við fundinn og úrslit
hans, enda mátti vel vera sigri hrósandi.
Þingvallafundurinn var stórum merkilegur atburður í.
sjálfstæðisbaráttu Islendinga. Þar kom fullkomlega fram
árangurinn af barátta Landvarnarmanna frá því er flokk-
urinn hófst. Hér vóru staðfestar og í fastar skorður
færðar kröfur þær, er fram höfðu komið á allflestum
þingmálafundum um vorið um alt land, þar á meðal í
kaupstöðunum öllum — og gengið höfðu með sjálfstæð-
iskröfunum, en gegn andróðri stjórnarinnar og hennar
fylgismanna. Mest var um það vert, að nú hafði Land-
varnarflokkurinn, Þjóðræðisflokkurinn og Heimastjórnar-
menn, allur sá hlufi, er »Þjóðólfi« fylgdi að málum,
tekið höndum saman um fullkomnar og fastákveðnar
kröfur fyrir þjóðarinnar hönd, er alls eigi skyldi frá víkja.