Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 44
42
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
þings og innan, einkum út af 6. gr. (fullkomnu þegna-
jafnrétti Dana og íslendinga) og 7. gr. (meðferð utan-
ríkismála). — Þó kannaðist Bjarni við það, að fullveldis-
viðurkenning Dana væri nokkuð dýru verði keypt með
ýmsum réttinda-veizlum. — »Sennilegt þykir mér«, segir
hann nokkrum árum síðar, »að vér hefðim mátt ná betri
kostum, ef eigi hefði einhverjir íslendingar gerzt til þess
að segja samningamönnum Dana, að nú væri menn
ánægðir, þótt vér samningsmenn og fullveldisnefndir
þingsins gerðim þá enn ýmsar kröfur« (»Andvaka« 4.
bls. 228). Mest þótti Bjarna áfátt um frágang 7. greinar
um utanríkismálin, og einkum framkvæmdir stjórnarinnar
á þeim. Hélt hann þessu mjög fram á alþingi síðustu
árin og eins utan þings í ræðu og riti. Þar sem Danir
fara með utanríkismálin í umboði Islands, þá átti þegar
frá upphafi einn íslenzku ráðherranna að vera og heita
utanríkis-ráðherra, og svo verður að vera hér eftir, sagði
hann. »Vér verðum einmitt að vaka yfir framkvæmd
sáttmálans í öllum atriðum, og sérstaklega í þessu efni,
og missa aldrei sjónar á því til 1940, og láta þess þá
engan kost að endurnýja þenna sáttmála* (»Andvaka«
4. bls. 230).
Þá mætti drepa lítið eitt á afskifti Bjarna af »dansk-
íslenzku ráðgjafarnefndinni«, sem fyrir er skipað í 16.
grein sambandslaganna. Það er fullkunnugt frá upphafi,
að nefnd þessi var sett á laggir eingöngu fyrir kröfu
og þráfylgi inna dönsku samninga-manna sumarið 1918
og átti frá þeirra hálfu að koma til uppbótar fyrir »rík-
isráðið« danska, er þangað til hafði höndum farið »öll
lög og mikilsvarðandi stjórnarráðstafanir«, er Island
varðaði. Á hinn bóginn hefir það ávalt verið fjarri ís-
lendingum að vilja hlutast til um danska löggjöf. Ákvæðið
um nefndarsetning þessa sætti því þegar eindregnum