Andvari - 01.01.1927, Side 48
46
Bjarni Jónsson frá Vogi
Andvari
uppistandi fanst mönnum út í frá, sem alt af væri þingið
eitthvað nýtt að gera fyrir Bjarna.
Einatt hélt Bjarni fram mannréttindum einstaklinga;
barðist fyrir almennum kosningarrétti, án takmarkana af
fjármunum eða mannvirðingum; skildist ekki, að saman'
þyrfti að fara »vitið og krónan«.
Ðjarni hataði alt, sem honum þótti óþjóðlegt; nefndi
hann það »sníkjumenning«. Hann vildi halda fast á forn-
um venjum, máli og menning íslendinga. Lúta að því
margar ræður hans og ritgerðir. Af þeirri rót var runnin
barátta hans gegn ættanöfnum og ónefnum. Kunnáttu í
tungu vorri, sögu og bókmentum, vildi hann hafa í fyrir-
rúmi. »Hugsun, mál og þjóðerni, er svo saman tvinnað,
að eigi má eitt dafna ef öðru hnignar. — Er því fátt
gagnlegra landi og lýð en þekking á móðurmálinu og
gott skyn á því, hversu bezt má lýsa réttri hugsun með
alkunnum orðum«. Svo segir Bjarni sjálfur á einum stað.
A fyrri árum hafði hann sjálfur nýtízku-stafsetning (i
fyrir y o. fl.); háði það nokhuð vinsældum rita hans.
Síðar tók hann upp almenna stafsetning, og hafði þá
stundum fornlegri orðmyndir en alment gerðist. Hann
ritaði hreint mál. Létu honum einkar vel þýðingar, bæði
í bundnu máli og óbundnu. Bezt lét honum sögustíll,
svo sem á ritum þeim, er hann þýddi eftir Gustav Frey-
tag og fyrr er á drepið. A síðari árum þýddi hann tvær
sögur all-langar: »]urg ]enatsch« (1916) og »Dýrling-
inn« (1918) eftir Conrad Ferd. Meyer. Hann var skáld-
mæltur, var létt um að yrkja, meir af íþrótt en kyngi,
enda nefndi hann sig oft sjálfur í gamni »hagyrðinginn
frá Vogi«. Hann kastaði oft fram stökum, orti meðal
annars fjölda tækifæriskvæða og þýddi margt úr erlend-
um tungum. Stærsta verk hans af þessu tægi eru »Hul-
iðsheimar«, »1 helheimi« og »Faust«. Hafa þýðingar