Andvari - 01.01.1927, Síða 54
52
Fiskirannsóltnir
Andvari
við land ýmiskonar aðstoð í té, og hefir hún einkum
verið í því fólgin, að eg hefi 1) séð um merkingu á
þorski á vertíðinni við Suðurland síðustu tvo vetur, sem
var framkvæmd af hr. varðskipsforingja Jóh. P. jóns-
syni á varðskipinu »Þór«. 2) fengið síldveiða-skipstjóra
við Faxaflóa og (með aðstoð hr. erindreka Kristjáns
Jónssonar) á ísafirði til þess að taka að sér að mæla
sjávarhita, veiða síldarátu og taka maga úr síld úti á
miðum, sumarið 1926 og afhent þeim áhöld til þeirra
hluta. Átti þetta að verða til þess að gera síldarrann-
sóknir þær er fóru fram hér við land 1926 sem víð-
tækastar. Samskonar aðstoð útveguðu Danir sér sjálfir
á Siglufirði.
Rannsóknarstörf mín heimafyrir hafa sumpart verið
fólgin í því að vinna úr gögnum, sem eg hefi safnað á
ferðum mínum, svo sem aldursrannsóknum á ufsa, loðnu
(eins og síðar verður skýrt betur frá) og sandsíli, sum-
part athuganir eða rannsóknir á fiski, sem komið hefir
nýr til Reykjavíkur frá öllu svæðinu milli Þjórsár og
Snæfellsness, t. d. aldur á ungfiski, fæðu, kynsþroska og
hrygningu, fitu síldar (sjá síðar) o. fl.
Rannsóknarferðir hefi eg farið allmargar, þessi tvö
ár. Þrjár af þessum ferðum hefi eg farið sem gestur á
útlendum skipum, sem starfað hafa hér við land: Fyrst
var eg 5 daga á skozka skipinu »Explorer«, sem gert
er út af »Fishery Board for Scotland«, meðan það var
hér við SV-ströndina (Faxaflóa að Vestmanneyjum),
og yfirgaf það í Vestmanneyjum. Eg hefi skýrt frá því
helzta, sem gerðist á þessari ferð í »Ægi« 18. árg.,
bls. 116—119. — Nokkuru eftir að eg kom heim úr
þessari ferð, kom »Dana« hingað úr leiðangri sínum til
Grænlands. Staðnæmdist hún hér við rannsóknir í viku-
tíma í Faxaflóa og fór svo »hröðum skrefum« norður