Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 56
54
Fiskirannsóknir
Andvari
taka fram, að netavertíðin var 'nú byrjuð og var eg svo
heppinn, að síðustu dagana, sem eg dvaldi þar, var
ræði og ágætur afli í netin (20—50 í hlut í trossu, í
14 staði). Ufsi sá, sem veiddist þá daga og, að því er
mér var sagt, eftir 10 marz, var allur úthrygndur, én
þorskurinn allur óhrygndur, hvorki hrogn né svil farin
að losna, enda má segja að Góan sé hrygningartími
ufsans hér við land, en Einmánuður og fyrri hluti Hörpu
þorsksins við S- og V-ströndina.
Magar þorsksins voru troðnir af stórloðnu (hann var
»sílfiskur«). Eg taldi 53 Ioðnur í einum, 108 í öðrum
og 143 í hinum þriðja. Þessi loðna og loðna í fiski,
sem hafði fengist 14. marz, var hrygnandi, og Ioðnan,
sem rak 17. og 18. marz var úthrygnd (og jafnt af
báðum kynjum).
Síðari ferðina fór eg aðallega í þeim tilgangi að sjá
haustafla við Suðurströndina. Fékk eg að sjá afla af 5
fjögurramanna-förum, sem reru út á grunnmiðin úti
fyrir járngerðarstaðavík og út (vestur) með ströndinni,
vestur á »Víkur« (3: víkurnar austan við Reykjanestá),
á 30—40 fðm. dýpi. Samtals fengu bátarnir 1400 af
þyrsklingi og stútungi, 30—70 cm löngum, mest tvæ-,
þrevetrum og fjögurra vetra, en fátt af öðrum fiski.
Þetta voru 50—70 í hlut, og oft fá bátar 50—100 í
hlut af svona fiski (D: nokkur þúsund) á dag fyrir öllu
Grindavíkurlandi, frá Krísuvíkurbergi að Reykjanestá,
vor, sumar og haust á miðum með 15—50 fðm. dýpi
og öll eru langt inni í landhelgi. Sýnir þetta, að feikna
mergð vex upp af þorski á þessum slóðum, því að eg
geri ráð fyrir því, að tvævetur og þrevetur fiskurinn
hafi að sjálfsögðu alið allan aldur sinn á þessum slóð-
um, alt frá hrygningu (og þarna hrygnir þorskurinn ein-
mitt mikið), en hafi aldrei borist langt burtu og alls