Andvari - 01.01.1927, Page 57
Andvari
Fiskirannsóknir
55
ekki norður fyrir land. Til seiðanna sést ekkert og til
veturgamla fisksins lítið, því að hann er svo smár, að
hann tekur varla vanalega öngla og mun meðfram vera
inni í »þörunum«. Eins fæst mikið af svona fiski í
Hafnasjó, einkum á haustin, og lengra norður með
Skaganum, í Miðnessjó og alt inn í Faxaflóa (Garðsjó
og inn úr, alt inn í Skerjafjörð) og norður fyrir ]ökul
(ólafsvíkur mið) annars vegar, og svo austur með S-
ströndinni, í Selvogssjó og með Söndunum (í fyrra
fengust t. d. í einum klst. vörpudrætti á »Explorer« 100
veturgömul þorskseiði og nokkurir tvævetrir þyrskling-
ar skamt undan Landeyjasandi) og við Vestmanneyjar,
sem kunnugt er. Eg tek þetta fram vegna þess, að mér
finst oft talað eða skrifað svo, sem allur vor þorskur
vaxi upp við N- og A-strönd landsins. Það er satt, að
þar ber lang-mest á seiðum á 1. og 2. ári, en það er
líka feikna mergð af þeim við V-ströndina og, eins og
hér er sýnt fram á, við S-ströndina, að minsta kosti
fyrir vestan Dyrhólaey, og sennilega líka lengra austur
með, enda þótt þar sé lítið fiskað af innlendum mönnum
og hafi verið lítið rannsakað.
Einnig er oft mjög mikil (en stopul) mergð af smá-
ýsu á grunnmiðum, þar sem er sand- og leirbotn, á
þessu umrædda svæði, einkum í Eyrarbakka- og Stokks-
eyrarsjó og í Faxaflóa sunnanverðum. T. d. veiddist
mergð af 35—45 cm langri, tvæ—þreveturri ýsu á opna
báta í Stokkseyrarsjó í október 1926 (eg athugaði hana
oft í Reykjavík) og í umgetnum vörpudrætti á »Ex-
plorer« í fyrra fengust 6 körfur af veturgamalli og tvæ-
veturri ýsu (veturgömul ýsa er, eins og veturgömlu
þorskaseiðin, of smá til þess að taka vanalega lóðar-
öngla, að minsta kosti fyrir júlílok og fæst því ekki á
lóð, þó að hún sé fyrir á miðum). Og þá er líklegt að