Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 58
56
Fiskirannsóknir
Andvari
mikið sé af ýsu-uppfæðingi fyrir Skaftafellssýslum, bæði
á grunnmiðum og utan landhelgi. Er því full ástæða til
að ætla, að mikið af uppfæðingi lendi í botnvörpunni á
þessum slóðum og því beri að verja landhelgina með
allri Suðurströndinni fyrir botnvörpuveiðum, svo áð
uppfæðingurinn megi vaxa þar í friði.
B, Rannsóknir á „Skallagrími".
Eg hefi, eins og þegar er tekið fram, greint frá því
helzta, er eg athugaði á ferðum mínum á »Skallagrími«
í alþýðlegum ferðapistlum í »Verði«. Hér ætla eg að
gefa yfirlit yfir, hvers eg varð helzt vísari í fiskifræði
á þessum ferðum og geta hvers svæðis nokkuð sér-
staklega.
1. Svæðið, sem eg hafði heitið fyrstu ferðinni á, var
Selvogsgrunnið eða Selvogsbanki. (»Bankinn« er það
tiðast nefnt af fiskimönnum), hin víðáttumiklu og frægu
þorskfiskimið út af Eyrarbakkabug, milli Grindavíkur-
djúps og Vestmanneyjasjávar (eitthvað um 1000 fer.
sjóm. að víðáttu). A honum innanverðum og miðjum er
stórt svæði, með mjög úfinn botn, »Hraunið«, þar sem
ógerlegt er að draga botnvörpu; en mjög er fiskisælt
á því á handfæri og finst togara-skipstjórum, sem þorsk-
urinn flýi undan vörpunni inn á Hraunið og mjög fást
oft góðir drættir, ef togað er fast með hinni krókóttu
S- og A-rönd þess, en ekki fæst þorskur þar fyrri en
eftir jafndægur, þegar líður að hrygningu, en úr því
er hann stöðugur þar til vertíðarloka, 3: þar til hrygn-
ingin er úti. A Bankanum og alt austur í kringum Vest-
manneyjar og í Faxaflóa fæst þorskur í vörpu aðeins
á nóttunni, en annars jafnt dag og nótt og við Hraunið
fæst hann einnig töluvert á daginn (og svo var einnig í
þetta skifti), einkum þegar líður á veturinn.