Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 67
Andvari
Fisltirannsóknir
65
líklega úr nágrenninu. Annars fæst sárafátt af smá-
þyrsklingi undir »labra«-stærð (s. n. handfiskur) á Hala;
eg sá að eins örfátt af honum; hann virðist ekki ganga
eins djúpt þar og í Álsbrún (sjá síðar) og á Hvalsbak.
Af öðrum fiskum sem við fengum þarna, má helzt
nefna löngu (32 stórlöngur í einum drætti, blálanga kvað
fást þar einstaka sinnum), hákarl (nokkurar horaðar
6—7 álna langar hrygnur (ný-gotnar?)), lúðu (sumar all-
vænar), stórýsu (fátt), hlýra, blágómu, skrapflúru, tinda-
skötu, gulllax og spærling. Spærlingurinn var allur vax-
inn og norðurtakmörk heimkynna hans hér við land
eru víst þarna við Djúpálinn, því að hans verður ekki
vart fyrir austan hann. Síld fékst að eins upp úr fiski:
það var ait vorgotin hafsíld. Af skarkola var mjög fátt.
Þó að ekki sé ávalt annar eins uppgripa-þorskafli á
Hala, eins og var þar 1924, þá má þó með sanni segja,
að þar sé svo mikil mergð af ýmiskonar fiski saman-
komin, hinn hlýjari tíma ársins, að hann má teljast eitt
af allra-auðugustu fiskimiðum vorum þá, einkum þegar
að því er gáð, hve lítil miðin eru að víðáttu. En hver
er þá orsökin til þess, að þarna safnast svo mikið af
fiski hlýjari tíma ársins? Því er fljótsvarað. Það er fæðu-
gnægðin. Halinn er þar á straumamótum, eins og áður
er sagt, hlýi straumurinn, sem er undir, spennist sökum
botnslagsins upp í yfirborð og ber með sér næringar-
efni frá botninum upp í sjóinn handa kísilþörungum og
öðrum smæstu svifverum, en það verður aftur næring
fyrir ungviði þeirra smádýra, er fiskarnir nærast á. En
þau smádýr, sem þarna eru aðalfæðan og beinlínis aðal-
skilyrði fiskmergðarinnar, eru a u g n a s í 1 i ð og n á 11 -
mér skipstjórinn, Quðm. Markússon. Sá fiskur hefir því verið ein-
hversstaðar fyrir sunnan Jökul á vertíðinni (eða við Grímsey?).
5