Andvari - 01.01.1927, Qupperneq 72
70
Fiskirannsóknir
Andvari
og fer svo upp í yfirborð og flyfur með sér næringar-
efni frá botninum o. s. frv. eins og á Hala. Enda eru
mið þessi mjög fiskauðug, þó að fiskurinn sé að jafnaði
ekki eins þéttur þar; þau eru líka miklu víðáttumeiri.
19. maí yfirgáfum við þessar slóðir, því að afli var
orðinn lítill og um 40 togarar í kring um okkur. Héld-
um við norður fyrir land, rakleiðis vestur á Strarida-
grunn. A leiðinni leituðum við að »banka« norður og
út af Skagagrunni (opinn Húnaflóa), þar sem eyfirzkur
hákarlamaður hafði sagt skipstjóra að hann hefði eitt
sinn fengið mikið af þorski á 100 fðm. Við mældum
dýpið þrisvar, með 5 sjóm. millibili, en fundum aldrei
botn (með 160 fðm. lóðlínu).
Strandagrunn nefnist hinn mikli grunnfláki út af Horn-
ströndum, frá Húnaflóadjúpi og Reykjarfjarðarál, að
Hornál, austan við Kjögurgrunn og Djúpál; það nær út
á 67° 5’ n.br. og um 50 sjóm. út frá Hornbjargi. Ut-
arlega á því austan til er grynning nokkur, sem nefnist
Hornbanki.
Við vorum 3 daga á þessu grunni, utanverðu. Fyrstleit-
uðum við utantil við það, á 133—125 fðm. og fengum þar
töluvert af stórþorski, úthrygndum vertíðarþorski, sem eftir
því að dæma, að einn að minsta kosti var með netaförum,
hefir verið fyrir sunnan Snæfellsnes eða lengra suðurá ver-
tíðinni (sbr. áður sagt um Hala). Fiskur þessi var fremur
magur, en vel lifraður, flestir tómir, fáeinir með leifar af
stóra-kampalampa (Pandalus borealis) og augnasíli, eða
troðnir af rækju einni, blóðrauðri, sem eg vil nefna ís-
rækju (Hymenodora glacialis) og á aðallega heima í Is-
hafinu. Rækja þessi og kampalampinn hafa líklega lokk-
að þorskinn út í djúpið. Af öðrum fiski var fátt. Ekkert
skip var þarna hjá okkur, nema einn ísfirzkur mótorbátur.
Fiskurinn tregaðist fljótt og toguðum við svo til og