Andvari - 01.01.1927, Side 73
Andvari
Fishirannsóknir
71
frá um grunnbrúnina og inni á Hornbanka, en aflinn var
fremur lítill, glefsur af þorski og stútungi, við og við,
helzt á bankanum. Tíðast var fiskurinn tómur, en á ein-
um stað var í honum hálfmelt loðna og ísrækja eða
niðurburður. Einstaka þyrsklingur fékst. Töluvert var
af karfa, oft smáum, en fátt um ufsa eða annan fisk,
helzt var það tindaskata, skrápflúra, ýsa og langlúra,
sem mun eiga takmörk heimkynna sinna á þenna bóg-
inn við Húnaflóadjúpið. Síld varð ekki vart við. Af fá-
gætum fiskum fengum við 1 hvítaskötu, 1 krækil og 2
marhnýtla.
Það fór hér, sem oftar, að fyrsta daginn vorum við
einir, en svo smáfjölgaði skipunum og að lokum voru
þau orðin 15—20. Þá fór líka að draga úr aflanum og
23. maí fluttum við okkur vestur í Alsbrún, NA-
brún álsins útaf ísafjarðardjúpi (Djúpáls). Reyndum við
fyrst upp á brúninni, 23 sjóm., út af Rit, á 55 fðm., en
fengum lítið, fórum svo nær landi, 10 sjóm. út af Rit
og leituðum úti í álnum, á 95—100 fðm. og fengum tvisv-
ar góðan poka af stútungi og þyrsklingi og nokkuð af
ýsu og stórufsa, fátt af þorski; loks leituðum við inni
undir landhelgismörkum, úti fyrir Djúpmynninu, á 75—50
fðm. Þar fengum við allmikið af stútungi og þyrsklingi
en lítið af öðrum fiski. Flest af fiskinum þarna var með
tóman maga; í nokkurum var þó augnasíli. Fiskurinn var
smár 45—85 cm. og aldurinn 3—8 vetur.
Skipstjóra þótti þyrsklingurinn of smár til þess að veiða
hann, og betri afli of lítill, enda var útivistin nú orðin nokk-
uð löng og kolin mjög til þurðar gengin. Var því hætt
eftir eins sólarhrings dvöl á þessum slóðum og miðin
eftirlátin tveim togurum, sem voru þar. Snemma næsta
morgun, 25. maí, vorum við í Reykjavík.